spot_img
HomeBikarkeppniÍR bikarmeistarar í 12. flokki karla

ÍR bikarmeistarar í 12. flokki karla

ÍR varð í dag VÍS bikarmeistari í 12. flokki karla í dag eftir sigur gegn KR í Laugardalshöllinni, 68-95.

Fyrir leik

Hvorugt liðið í þessum úrslitaleik var nokkuð nálægt toppi deildarkeppni 12. flokks karla. ÍR í 3. sætinu með 13 sigra og 6 töp það sem af er tímabili á meðan að KR var í 5. sætinu með 8 sigra og 11 töp. Eitthvað má þó vera að leikmenn sem leika stór hlutverk með meistaraflokkum félaganna tveggja hafi ekki náð að vera með í öllum leikjum þeirra í 12. flokk á tímabilinu.

Gangur leiks

Leikurinn er nokkuð jafn í upphafi, en þegar líður á fyrsta leikhlutann nær ÍR yfirhöndinni og leiða með 6 stigum að honum loknum, 16-22. ÍR liðið heilt yfir flott á þessum upphafsmínútum. Einn leikmaður þeirra bar þó, Leó Curtis, en KR virtist ekkert ráða við hann hvort sem um var að ræða á sóknar eða varnarhelmingi vallarins. Undir lok hálfleiksins lætur ÍR svo kné fylgja kviði og ná mest 15 stiga forystu í 2. leikhlutanum, en þegar liðin halda til búningsherbergja er munurinn 11 stig, 33-44.

Stigahæstur fyrir KR í fuyrri hálfleiknum var Hallgrímur Árni Þrastarson með 11 stig á meðan að Leó Curtis var kominn með 21 stig fyrir ÍR.

ÍR er áfram með góð tök á leiknum í upphafi seinni hálfleiksins. KR hóta því í nokkur skipti að komast inn í leikinn í þriðja leikhlutanum, en í hvert skipti sem þeir ná að setja eina eða tvær körfur nær ÍR að svara. Munurinn því enn 11 stig fyrir lokaleikhlutann, 51-62. Í þeim fjórða nær KR ekki að koma með álitlegt áhlaup, þó vissulega þeir hafi barist ein og menn. Niðurstaðan að lokum nokkuð öruggur sigur ÍR, 68-95.

Hver var munurinn?

Langa svarið er að ÍR hafi frákastað og skotið boltanum betur en KR í leiknum, þar sem að heildarskotnýting þeirra var töluvert betri og þá tóku þeir um fjórðung fleiri fráköst í leiknum. Stutta svarið er hinsvegar Leó Curtis. Bæði breytti hann öllum sóknum KR varnarlega og virtist oftar en ekki geta gert það sem hann vildi sóknarlega.

Atkvæðamestir

Besti leikmaður vallarins í dag var leikmaður ÍR Leó Curtis, en hann skilaði 41 stigi, 13 fráköstum, stolnum bolta og 4 vörðum skotum. Honum næstur hjá ÍR var Lúkas Aron Stefánsson með 12 stig, 11 fráköst og 2 stolna bolta.

Fyrir KR var Hallgrímur Árni Þrastarson atkvæðamestur með 19 stig, 13 fráköst og 2 stoðsendingar. Þá bætti Ólafur Geir Þorbjarnarson við 8 stigum, 12 fráköstum, 3 stoðsendingum og 4 stolnum boltum.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -