Tveir leikir fóru fram í fyrstu deild kvenna í dag.
Í Hveragerði hafði Hamar/Þór betur gegn Tindastóli og héldu þær þar með lífi í úrslitakeppnisvonum sínum, 80-76.
Í seinni leik kvöldsins hafði Aþena betur gegn grönnum sínum í ÍR í Skógarselinu. Þó ÍR liðið hafi tapað leiknum, töpuðu þær honum þó ekki jafn stórt og síðast þegar þessi lið áttust við, en fyrir jólin var munurinn 162 stig. Í kvöld var hann aðeins 53 stig, 71-124 og því má segja að ÍR hafi bætt sig um 109 stig á milli leikja gegn grönnum sínum í Aþenu.
Úrslit dagsins
Fyrsta deild kvenna
Hamar/Þór 80 – 76 Tindastóll
ÍR 71 – 124 Aþena