spot_img
HomeFréttirIngvi Rafn Ingvarsson: Pepplistinn Minn

Ingvi Rafn Ingvarsson: Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Tindastóls, Ingva Rafn Ingvarsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Tindastóll heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna kl. 19:15 í kvöld.

 

Áður höfðum við fengið lista frá:

Magnúsi Þór Gunnarssyni

Oddi Péturssyni

Baldri Þór Ragnarssyni

Ómari Erni Sævarssyni

Brynjari Þór Björnssyni

Ágústi Orrasyni

Bryndísi Hreinsdóttur

Bergþóru Holton

 

 

 

 

Ingvi:

"Ég hafði nokkuð gaman af því að vera beðinn um að búa til þennan lista þar sem liðsfélegar mínir hafa stundum gagnrýnt mig fyrir slakan tónlistarsmekk, þar fer fremstur í flokki Darrel Flake sem er fáranlegt, maðurinn hefur lítið sem ekkert vit á vandaðri tónlist. Ég hef mjög gaman af íslenskri tónlist eins og þeir sem þekkja mig hafa fengið að kynnast."

 

Let's go – Trick daddy
Fékk að kynnast þessu fyrir nokkrum árum hjá góðvini mínum Óskari Smára, bónda frá Brautarholti. Hann er einn peppaður drengur og þetta lag er því í samræmi við það. 
 

Óbyggðirnar kalla – Maggi Eiríks
Gamalt og gott segja þeir, þetta lag verður bara betra með hverjum deginum, mjög vanmetið! Sturtukórinn tekur þetta lag yfirleitt eftir æfingar. 

 

Empire state of mind – Jay Z

Magnað lag frá mínum manni. Hann er einnig svo líkur Darrel Flake þannig hann á skilið að vera á þessum lista. 
 

100 þúsund – Úlfur Úlfur
Orð eru óþörf hér. 
 

Þorparinn – Pálmi Gunnarsson 
Mitt uppáhalds, enda besta íslenska lag allra tíma. Á leikdegi fæ ég alltaf góð ráð frá æskuvini vini mínum Gunnari Birgirssyni, en textan í þessu lagi tengi ég við hann. 
 

Beast (Southpaw remix) – Rob bailey & the hustle standard

Þetta lag kemur manni alltaf í sjötta gírinn, prófaðu að hlusta á þetta og reyna svo að hlaupa ekki maraþon. 

Fréttir
- Auglýsing -