Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann Tindastóls, Ingva Rafn Ingvarsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
Tindastóll heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna kl. 19:15 í kvöld.
Áður höfðum við fengið lista frá:
Ingvi:
"Ég hafði nokkuð gaman af því að vera beðinn um að búa til þennan lista þar sem liðsfélegar mínir hafa stundum gagnrýnt mig fyrir slakan tónlistarsmekk, þar fer fremstur í flokki Darrel Flake sem er fáranlegt, maðurinn hefur lítið sem ekkert vit á vandaðri tónlist. Ég hef mjög gaman af íslenskri tónlist eins og þeir sem þekkja mig hafa fengið að kynnast."
Let's go – Trick daddy
Fékk að kynnast þessu fyrir nokkrum árum hjá góðvini mínum Óskari Smára, bónda frá Brautarholti. Hann er einn peppaður drengur og þetta lag er því í samræmi við það.
Óbyggðirnar kalla – Maggi Eiríks
Gamalt og gott segja þeir, þetta lag verður bara betra með hverjum deginum, mjög vanmetið! Sturtukórinn tekur þetta lag yfirleitt eftir æfingar.
Magnað lag frá mínum manni. Hann er einnig svo líkur Darrel Flake þannig hann á skilið að vera á þessum lista.
100 þúsund – Úlfur Úlfur
Orð eru óþörf hér.
Þorparinn – Pálmi Gunnarsson
Mitt uppáhalds, enda besta íslenska lag allra tíma. Á leikdegi fæ ég alltaf góð ráð frá æskuvini vini mínum Gunnari Birgirssyni, en textan í þessu lagi tengi ég við hann.
Beast (Southpaw remix) – Rob bailey & the hustle standard
Þetta lag kemur manni alltaf í sjötta gírinn, prófaðu að hlusta á þetta og reyna svo að hlaupa ekki maraþon.