spot_img
HomeFréttirIngvi Rafn áfram hjá Tindastóli

Ingvi Rafn áfram hjá Tindastóli

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Ingvi Rafn Ingvarsson hafa komist að samkomulagi um að Ingvi leiki áfram með liðinu á næstu leiktíð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Tindastóli.

 

Yngvi Rafn lék með í öllum leikjum Stólanna í vetur eða alls 33 og skoraði að meðaltali 7,5 stig í þeim, að viðbættum 3 fráköstum og tæplega 3 stoðsendingum.

 

Ingvi útskrifaðist nýverið sem stúdent frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og voru getgátur um að hann myndi flytja í bæinn og því skipta um lið. Ingvi sagði hins vegar í samtali við Karfan.is í kvöld að hann hafi slegið áframhaldandi námi á frest og ákveðið að spila áfram með uppeldisfélaginu.

 

Fréttaritari Karfan.is gat vart sleppt Ingva án þess að spyrja hann út í nýjan þjálfara liðsins og hvernig honum lítist á hann. "Hrikalega vel," sagði Ingvi. "Miðað við aldur og fyrri störf er ekki hægt annað en að hlakka til að vinna með honum."

 

Mynd: Ingvi Rafn og Stefán Jónsson formaður kkd. Tindastóls handsala samninginn. (kkd. Tindastóls)

Fréttir
- Auglýsing -