spot_img
HomeFréttirIngvar Þór: Við gleymdum að mæta andlega tilbúnar í þennan leik

Ingvar Þór: Við gleymdum að mæta andlega tilbúnar í þennan leik

Ingvar Þór Guðjónsson þjálfari Hauka eftir tap gegnum Breiðablik

 

Hvað fór úrskeiðis í leiknum í kvöld?

Það fór allt úrskeiðis. Nú er ég ekki að taka neitt frá Breiðablik, þær spiluðu virkilega vel, en við bara hreinlega mættum ekki. Við vorum bara alveg arfaslakar.

Getið þið lært eitthvað af þessum leik?

Við hljótum að læra heilan helling. Við vitum það og erum búin að tala um það núna fyrir tímabilið að við þurfum að mæta í hvern einasta leik tilbúnar. Við erum ekki frábærar, við *getum* verið frábærar en við erum það ekki bara á einhverju "autopilot", við þurfum að leggja okkur fram og hafa fyrir því. Við ræddum það m.a.s. fyrir þennan leik að við þyrftum að mæta klárar því Breiðablik er með hörkufínt lið.

Hverju ætlið þið að breyta fyrir leikinn gegn Keflavík?

Ég meina, þetta er körfubolti. Það er fyrst og fremst hausinn, viðhorfið og "attitude"-ið sem þarf að breytast. Við hættum ekkert að kunna spila körfubolta eftir Vals leikinn, við gleymdum því ekki, en við gleymdum að mæta andlega tilbúnar í þennan leik.

 

Fréttir
- Auglýsing -