spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaIngvar sagðist hættur með Haukaliðið eftir tapið gegn Stjörnunni "Leyfi félaginu að...

Ingvar sagðist hættur með Haukaliðið eftir tapið gegn Stjörnunni “Leyfi félaginu að tilkynna næsta þjálfara”

Stjarnan lagði Hauka í Ólafssal í kvöld í oddaleik í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna, 73-75. Með sigrinum tryggði Stjarnan sér sæti í undanúrslitum, þar sem liðið mun mæta bikar- og deildarmeisturum Keflavíkur.

Tölfræði leiks

Ingvar Guðjónsson þjálfari Hauka var eðlilega svekktur að leik loknum, en hann sagðist þó vera stoltur af sínum stelpum:

„Þetta var alvöru spennuleikur og mátti ekki miklu muna að við færum áfram – en það tókst því miður ekki þrátt fyrir góða baráttu og góða spretti.“

Ingvar var ekki sáttur við dómara leiksins sem hann taldi hafa leyft Stjörnustelpum að komast upp með alltof mikla hörku gagnvart bandaríska leikmanninum Keiru Robinson sem fékk sína fimmtu villu í blálokin:

„Að mínu mati komst Stjarnan upp með alltof grófan leik gagnvart Keiru og þessi fimmta villa í lokin var alveg fáránleg og hrikalega dýrkeypt fyrir okkur. En ég ætla svo sannarlega ekki að taka neitt af Stjörnuliðinu; þær gáfu allt í þetta eins og við – og uppskáru sigur og ég óska þeim til hamingju með sigurinn.“

Ingvar var síðan spurður hvort hann héldi áfram með liðið eftir þetta tímabil:

„Nei, ég er að hætta núna þjálfun liðsins og veit ekkert hvað tekur við. Ég leyfi félaginu að tilkynna næsta þjálfara en vil þakka kærlega fyrir mig,“ sagði Ingvar Guðjónsson að lokum.

Fréttir
- Auglýsing -