spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaIngimar Aron áfram hjá Vestra

Ingimar Aron áfram hjá Vestra

Vestri heldur áfram að safna liði fyrir komandi leiktíð í 1. deild karla. Hinn ungi Ingimar Aron Baldursson hefur endurnýjað samning sinn við liðið og mun því leika með liðinu á næstu leiktíð. Ingimar var í stóru hlutverki hjá Vestra síðustu leiktíð.

 

Í tilkynningu Vestra segir: „Ingimar Aron lék stór hlutverk með liðinu á síðasta tímabili, var í byrjunarliðinu í 26 leikjum af 27, og skoraði 11,6 stig, tók 2,9 fráköst og gaf 2,9 stoðsendingar. Þessi bráðefnilegi leikmaður tók miklum framförum og sýndi hvers hann er megnugur bæði varnarlega og sóknarlega síðastliðinn vetur. Hann fékk viðurkenningu á lokahófi Vestra fyrir mestu framfarirnar og var einnig valinn í 24 manna æfingahóp U-20 landsliðsins í vor. Auk þess skilaði Ingimar góðu starfi sem þjálfari í Krakkakörfu Vestra en það er æfingahópur 6 og 7 ára barna.“

 

Ljóst er að einhverjar breytingar verða á liði Vestra á komandi leiktíð. Vestri þarf að sjá á eftir þremur lykilleikmönnum síðasta timabils en þeir Adam Smári Ólafsson, Björn Ásgeir Ásgeirsson og fyrirliðinn Nökkvi Harðarson hafa allir ákveðið að söðla um. Aftur á móti hafa þeir Nebojsa Knezevic og Nemanja Knezevic endurnýjað samninga sína við liðið. 

Fréttir
- Auglýsing -