Ingibjörg Vilbergsdóttir meiddist í leik Keflavíkur og Njarðvíkur í kvöld og þurfti hún að yfirgefa leikinn og snéri hún ekki tilbaka. Sjúkraþjálfari Njarðvíkur sagði eftir leik að Ingibjörg hafði snúið sig nokkuð illa og mikil bólga væri á fætinum. En ekkert kæmi í ljós fyrr en á morgun varðandi framhaldið.
Ef svo illa vildi til að þessi meiðsli væru alvarleg þá þarf vart að fjölyrða um blóðtökuna sem lið Njarðvíkurstúlkna yrði fyrir en Ingibjörg er hokin reynslu og byrjunarliðsmaður hjá meisturunum.