spot_img
HomeFréttirIngi um aðstæðurnar í Bosníu: Ekki boðlegt og FIBA til skammar

Ingi um aðstæðurnar í Bosníu: Ekki boðlegt og FIBA til skammar

Ingi Þór Steinþórsson þjálfari íslenska U18 landsliðs kvenna var virkilega ósáttur útí aðstæðurnar sem boðið var uppá þegar liðið lék til undanúrslita á Evrópumótinu í dag.

 

„Það eru 40 gráður í salnum og engin loftkæling. Ég tek hatt minn ofan fyrir stelpunum að geta bara spilað í þessum fáránlega hita.“

 

Inga fannst vanta framlag frá fleiri leikmönnum en Emilía Gunnarsdóttir spilaði lítið sem ekki vegna ástandsins á húsinu en hann sagði að lungu hennar hafi ekki þolað að spila í hitanum og loftleysinu.

 

Ísland mætir gestgjöfunum í Bosníu á morgun í leik um þriðja sæti sem tryggir sæti í A-deild evrópumótsins að ári. Ísland tapaði fyrir þeim fyrr á mótinu með 17 stigum en Inga hlakkar til að mæta þeim aftur.

 

Leikurinn fer þó fram í sama húsi og í dag en Ingi er allt annað en sáttur með aðstæðurnar sem boðið er uppá í Bosníu.

 

„Þetta er ósásættanlegt, ósanngjarnt að bjóða uppá svona aðstæður. Þetta er ekki boðlegt og FIBA til skammar. Við þurfum að sigrast á þessu og venjast þessu.“ sagði Ingi

 

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan:

 

 

Viðtal / Sigríður Inga Viggósdóttir

Frétt / Ólafur Þór Jónsson

Fréttir
- Auglýsing -