spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaIngi Þór: Þurfum að vera tilbúnir til að djöflast meira

Ingi Þór: Þurfum að vera tilbúnir til að djöflast meira

Ingi Þór, þjálfari KR var eðlilega ósáttur með andlegt ástand sinna manna í kvöld:

Mér fannst alveg ótrúlegt andleysi hjá ykkur í kvöld…

Já, ég er algerlega sammála því.

Er dramb í fimmföldum meisturum KR?

Neinei. Við bara komum ekki nógu sterkir til leiks. Við töluðum um það í hálfleik að okkur vantaði attitude og grimmd til að geta spilað. Þau lið sem hafa verið að vinna Grindavík hafa mætt með grimmd og þau lið sem ekki hafa gert það hafa bara verið í vandræðum. Við erum eitt af þeim liðum sem mættu ekki nógu grimm í dag, ég er mjög fúll með það.

Það er erfitt að botna eitthvað í þessu..

Höfuðið og litli heilinn á mönnum er alveg skrambi öflugur og það er hann sem stýrir þessu. Það geta komið moment í leiknum sem getur snúið svona hlutum við og allt í einu verða menn grimmir og svo önnur sem geta drepið svona niður og það voru alltof mörg moment hjá okkur sem voru svoleiðis. Þegar við vorum að ná okkur upp þá duttum við niður aftur – þeir náðu alltaf að svara þegar við vorum að koma til baka, sérstaklega í seinni hálfleik. Við áttum möguleika á því að ná þessu niður í fjögur stig en þá klikkuðum við á auðveldu færi og momentið fer bara þeirra megin. Þeir voru að skjóta boltanum vel og þetta er sennilega jafnbesti leikurinn þeirra í vetur.

Má ekki segja að það hafi einkum verið varnarleikurinn sem klikkar hjá ykkur, þar sést mikið stemmningsleysi.

Jújú þeir voru að fá akkúrat það sem þeir vildu. Þetta er gott skotlið, þeir voru að fá allt of mikið og þeim leið alltof vel í þeim skotum sem þeir voru að fá þannig að við klikkum á því. Þeir voru ekki að drepa okkur undir körfunni, við vorum bara að leyfa þeim að skjóta of mikið og vorum ekki nógu nálægt mönnum. Við vorum að elta allan leikinn og þeir voru bara betri en við í dag. En við þurfum að vera með hausinn uppi – við erum að búa til nýtt lið, það eru breytingar og allar breytingar hafa áhrif, það hafði þessi áhrif í dag. Við eigum Stjörnuna úti næst sem er gríðarlega krefjandi verkefni.

Nú var Pavel ekki með – hann kemst nú í hóp er það ekki ennþá?

Jú, hann er bara meiddur, hann tognaði í gær, því miður.

Jájá, en þið þurfið semsagt bara svolítinn tíma til að fá takt í liðið?

Við þurfum fyrst og fremst að ná upp meiri stemmningu varnarlega séð og vera tilbúnir til að djöflast meira!

Fréttir
- Auglýsing -