spot_img
HomeFréttirIngi Þór tekur við U18 af Jóni Guðmunds

Ingi Þór tekur við U18 af Jóni Guðmunds

Jón Guðmundsson, þjálfari U18 ára landsliðs stúlkna, hefur óskað eftir að losna undan samningi sem þjálfari U18 stúlkna vegna breytinga og anna í vinnu og hefur KKÍ orðið við þeirri beiðni. Jón hefur verið með liðið í tvö ár, en hann gerði liðið að Norðurlandameisturum U16 stúlkna fyrir tveim árum. 

Ingi Þór Steinþórsson hefur tekið við af Jóni og mun fylgja liðinu á NM og EM á næsta ári. Bylgja Sverrisdóttir verður áfram aðstoðarþjálfari liðsins og mun liðið koma saman og æfa fyrir jólin líkt og öll hin yngri landsliðin.

www.kki.is greinir frá

Fréttir
- Auglýsing -