spot_img
HomeFréttirIngi Þór spáir í bikarhelgina

Ingi Þór spáir í bikarhelgina

Ingi Þór Steinþórsson var hársbreidd frá því að koma báðum liðum sínum í Höllina þetta árið en þurfti að lúta í gras fyrir Keflavík (kvenna) og Stjörnunni (karla) þetta árið. Ingi þekkir vel til á báðum vígstöðvum og spá hans fyrir bikarhelgina er eftirfarandi. 
Keflavík Valur: Leikurinn á eftir að ráðast á hvort að Valsstúlkur mæta af sömu áræðni og þær gerðu í Keflavík á dögunum. Þar blómstraði Kristrún og Jaleesa Butler var hungruð að standa sig gegn fyrrverandi félagi sínu. Valsstúlkur þurfa að sigra sigurhefð Keflavíkur með áræðni og trú. Ég hef trú á að Þetta verði Valssigur. Þjálfarar þurfa að leggja leikinn upp með að stilla af spennustigið hjá leikmönnum og passa að þeir njóti dagsins í heild.
 
Grindavík – Stjarnan: Bæði lið gríðarlega vel mönnuð en þau eru að koma gjörólíkt inní leikinn. Grindavík búnir að ná mjög góðum sigrum á meðan ekkert hefur gengið hjá Stjörnunni. Þessi leikur verður járn í járn og vona ég að þetta verði leikur sem ræðst á lokaskotinu. Stjörnumenn þurfa Justin Shouse til að stýra liði sínu svo að árangur náist hjá þeim, en Grindavíkurmegin mun leikur þeirra ráðast á framlagi Jóhanns Árna og Þorleifs sem oft hafa verið munurinn á liðum í vetur.
 
Ég vona að það verði full höll og bullandi stemmning og óska ég öllum liðum góðs gengis.
 
Fréttir
- Auglýsing -