Ljóst var nú í morgun að Baldur Þór Ragnarsson yrði nýr þjálfari Stjörnunnar í Subway deild karla, en því starfi tekur hann við af Arnari Guðjónssyni sem stýrði liðinu 2018-24.
Síðan árið 2020 hefur Ingi Þór Steinþórsson verið aðstoðarþjálfari liðsins, ásamt því að vera þjálfari hjá yngri flokkum félagsins. Áður en Ingi tók við því starfi hafði Ingi Þór verið aðalþjálfari í nokkurn tíma og meðal annars gert kvenna- og karlalið Snæfells og KR að Íslandsmeisturum í sex skipti sem slíkur.
Í samtali við Körfuna fyrr í dag staðfesti Ingi Þór að hann væri nú að íhuga stöðu sína þar sem hann væri í viðræðum við fleiri lið, en hann sló því þó ekki útaf borðinu að halda áfram hjá Stjörnunni.