spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaIngi Þór: Kristó bjargaði okkur gríðarlega oft

Ingi Þór: Kristó bjargaði okkur gríðarlega oft

Ingi Þór var sammála því að liðið mjakast í rétta átt en er þó ekki komið á þann stað sem hann myndi vilja:

Þetta er kannski akkúrat eins og það á að vera…KR-liðið hefur ekki beint verið að heilla fram eftir öllu tímabilinu en svo hægt og rólega byrjar þetta að skána í það minnsta…og staðan þarf að vera best í úrslitakeppninni ekki satt?

Jújú þetta snýst um það en við myndum samt vilja vera á betri stað en við erum. En við erum þó að gera hluti sem við höfum gert illa í vetur betur í dag. Okkar vantar enn Jón og það munar um hann. Hann ætlaði að vera með í dag en við létum skynsemina ráða í dag.

Við vorum svo gott sem án Kanans okkar í kvöld líka. Hann var langt frá sínu og ég hef ekki séð hann svona slakan í allan vetur. En credit á vörnina hjá Sigga Þ., hann spilaði frábæra vörn á hann, gerði mjög vel.

Jájá, að sama skapi má segja að vörnin ykkar hafi verið nokkuð góð?

Já það var kraftur í henni og mér fannst Pavel gera mjög vel í vörninni og sýndi styrkleika sinn þó hann sé ekki kominn í rytma í sókninni, hann er ótrúlega mikilvægur fyrir okkur varnarlega.

Sóknarlega hittum við náttúrulega alveg svakalega illa fyrir utan þriggja stiga línuna þó við vorum að fá mjög góð skot. En ég gef credit á ÍR varnarlega. Við vorum með alltof marga tapaða bolta gegn vörninni þeirra.

Þeir voru sumir ansi klaufalegir….

Jájá – og það má segja að Kristó hafi bjargað okkur gríðarlega oft með þessum fráköstum sínum, á báðum endum. Hann var mjög klókur og hann náði boltum sem voru nánast vonlausir.

Mikið rétt. En varðandi Di Nunno, hann er bara hálfgerður galdramaður!

Já, hann er góður sóknarmaður. Í dag tapaði hann að vísu alltof mörgum boltum. Hann var kannski að flýta sér aðeins of mikið og gaf sér ekki tíma til að lesa það sem ÍR-ingarnir voru að gera á móti okkur. En hann byrjaði leikinn fyrir okkur og gaf okkur sjálfstraust sem hjálpaði okkur í gegnum leikinn. Hann skoraði einhver 14 af fyrstu 16 stigunum. Hann er góð viðbót í liðið okkar og við þurfum bara að slípa leikinn okkar betur.

Það er svo að ef Keflavík vinnur Stólana og þið vinnið Blikana í síðustu umferðinni þá endið þið í fjórða en Stólarnir í fimmta ekki satt?

Já, og Keflavík fer í þriðja. Það er margt eftir að gerast í þessu. Leikurinn fyrir norðan hefur mikið vægi fyrir framhaldið.

Ætla KR-ingar kannski að fjölmenna norður og styðja Keflavík?

Neinei! Við ætlum að einbeita okkur að því að vinna Blikana og einbeita okkur að því að spila góðan leik!

Jájá…að sjálfsögðu. Þið mætið í þann leik af festu og virðingu.

Já engin spurning. við ætlum að kveðja tímabilið á þeim nótum sem við höfum verið að gera og spila af krafti.

Meira má lesa um leikinn hér

Viðtal: Kári Viðarsson

Fréttir
- Auglýsing -