Hólmarar létu 110 stigum rigna yfir Stjörnuna í kvöld og hirtu stigin tvö sem í boði voru í Stykkishólmi. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var ánægður með sigurinn en taldi sitt lið þó geta betur varnarlega.
,,Ég er mjög ánægður með sigurinn, við vorum að hitta mjög vel eftir að hafa verið skapandi. Varnarlega getum við betur en sigurinn er það sem öllu máli skiptir. Við vorum að fá framlag frá öllum og það er ég mjög sáttur með. Deildin er jöfn og hver sigur er okkur dýrmætur og við vitum að það þarf að eiga góða leiki til að sigra. Framundan er Hamar í Frystikistunni á mánudag og svo KR úti. Þetta er þétt og skemmtilegt.”