Ingi Þór Steinþórsson framlengdi í dag hjá Körfuknattleiksdeild Snæfells og mun stýra karla- og kvennaliðum félagsins til ársins 2014. Þá voru einnig nokkrir leikmenn sem lofuðu sér áfram í Hólminum en skemmtilegt er frá því að segja að slétt ár er síðan Snæfell varð Íslandsmeistari og risti þau merku spor í íslenska körfuknattleikssögu að verða fyrsta liðið utan suðvesturhorns landsins til þess að verða meistari í karlaflokki.
Í meistaraflokki kvenna voru það Björg Guðrún Einarsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Ellen Alfa Högnadóttir og Helga Hjördís Björgvinsdóttir sem framlengdu við félagið og hjá karlaliðinu settu þeir Egill Egilsson og Snjólfur Björnsson nafn sitt við Snæfell.
Myndir/ Þorsteinn Eyþórsson