Haukar unnu góðan sigur á Íslandsmeisturum síðustu sex ára í 12. umferð Dominos deildar karla í kvöld.
Ingi Þór þjálfari KR þarf auðvitað að vinna með það sem hann hefur frekar en að kvarta yfir örlögum sínum:
Þú getur kannski illa tekið undir það með mér en aldrei slíku vant fannst mér KR hreinlega vera ,,underdogs“ að þessu sinni, ekki með eins góðan og breiðan hóp?
Það var meiri neisti Haukamegin…þeir voru kraftmeiri og sköpuðu mikið af töpuðum boltum og við vorum sjálfum okkur verstir oft á köflum í þessum leik…
Jájá..það má klárlega hrósa Haukavörninni…
Þeir börðust vel og spiluðu mjög fast á Mike og hann fór sjaldan á línuna – það er bara eins og það er. Við vorum að tapa vondum boltum út á velli sem að voru að gefa hraðaupphlaup og auðveldar körfur…
Mikið rétt, sérstaklega í fyrri hluta leiksins…þeir voru orðnir 11 talsins eftir 1 og hálfan leikhluta…
…já þeir voru 12 í hálfleik.
Mér fannst það sjást talsvert í leiknum að það vantaði breiddina…Craion var t.d. farinn að þröngva svolítið hlutunum sem maður sér ekkert oft…
Við þurfum að fá meira frá honum það er klárt mál, hann þarf bara að gera betur þó það sé verið að brjóta á honum…
Mér fannst þetta vera svolítið á þá leið að það væri dulítið ráðaleysi í sókninni og hann væri að reyna að redda þessu einn síns liðs…
Jah, við ætluðum að fara í gegnum hann, láta sóknina fara í gegnum hann til að búa til færi þar sem þeir voru að þétta í kringum hann…reyndum að fá jafnvægi í sókninni inn í teig og fyrir utan. En sóknin okkar var bara illa hlaupin í dag, það var eins og við værum ekki alveg klárir á því hvað við ætluðum að gera.
Það kom kannski svolítið á óvart að þið skylduð skíttapa frákastabaráttunni, nú var Kristó með að hluta, Dino, Craion og Helgi…þú ert væntanlega mjög óánægður með það?
Já ég er mjög óánægður með það. Þeir taka 11 sóknarfráköst í fyrri hálfleik, þeir rúlla okkur upp í fráköstunum – við t.d. verjum hérna 3ja stiga skot, þeir ná frákastinu og troða á okkur! Það á bara ekki að gerast – segir margt um hvernig effortið er.
Í mínu huga hefur það áhrif að það vantar allmarga leikmenn hjá ykkur…
Jah, það er bara maður í manns stað. Við erum með góða leikmenn inn á vellinum í öllum stöðum. Við þurfum bara að fá frammistöðu – við vorum að skjóta boltanum illa, Matti og Brynjar kannski svona allt í lagi…en fyrir utan það vorum við að skjóta boltanum illa og fengum fullt af flottum færum. Þetta var bara stirt og hægt og ég var óánægður með þetta.
Jájá ég skil þig…en svona stöðutékk í lokin…Jón Arnór er á leiðinni eða hvað?
Já vonandi, en Bjössi er dottinn alveg út en Jakob gæti bara dottið inn á morgun en við vitum það ekki nákvæmlega…
Það er þá frekar óljóst…
Jájá…en við erum bara með of marga leikmenn í handbremsu og við þurfum bara að bæta í allir sem einn.
Viðtal: Kári Viðarsson