Íslandsmeistarar KR sigruðu Hauka með 97 stigum gegn 88 í 8. umferð Dominos deildar karla. Eftir leikinn er KR í 2. til 4. sæti deildarinnar ásamt Tindastól og Njarðvík á meðan að Haukar eru í 7. sætinu.
Karfan spjallaði við þjálfara KR, Inga Þór Steinþórsson, eftir leik í DHL Höllinni.