spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaIngi: Þessir gæjar kunna að spila körfubolta

Ingi: Þessir gæjar kunna að spila körfubolta

KR-ingar eru komnir í undanúrslit Dominos deildar karla eftir öruggan 21 stig sigur, og sóp í seríunni, á móti lánlausum Keflvíkingum í Blue Höllinni við Sunnubraut. KR-ingar sigldu frammúr í síðari hálfleik með öguðum sóknarleik og ekki síst góðri nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna á meðan vængbrotnir Keflvíkingar áttu í erfiðleikum með að koma fleirum en Michael Craion í gang í sókninni.

Keflvíkingar eru því farnir í sumarfrí á meðan fimmfaldir Íslandsmeistarar KR-inga eru komnir á vegferð þess að elta þann sjötta þar sem þeir mæta að öllum líkindum annaðhvort Njarðvík eða Stjörnunni fari allt eftir bókinni í öðrum viðureignum 8 liða úrslitanna.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við þjálfara KR, Inga Þór Steinþórsson, eftir leik í Blue Höllinni.

Fréttir
- Auglýsing -