spot_img
HomeFréttirIngi Gunnarsson látinn

Ingi Gunnarsson látinn

16:03 

{mosimage}

Ingi Gunnarsson, einn af brautryðjendum körfuknattleiksíþróttarinnar á Íslandi og flugumsjónarmaður, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 2. október 76 ára að aldri eftir nokkra sjúkralegu.

 

Ingi var fæddur í Reykjavík 2. maí 1931 sonur hjónanna Gunnars Bjarnasonar og Margrétar Ágústu Magnúsdóttur. Ingi fluttist 18 ára til Suðurnesja þegar hann hóf störf sem flugvallarstarfsmaður á Keflavíkurflugvelli. Hann fór síðar til náms í Bretlandi og Bandaríkjunum og var eftir það flugumsjónarmaður á Keflavíkurflugvelli.

 

Ingi var liðsmaður í fyrsta körfuboltalið íslenskra starfsmanna á Keflavíkurflugvelli árið 1950 en það var jafnframt eitt fyrsta körfuboltalið landsins. Félagið fékk síðar heitið ÍKF og varð fyrst liða Íslandsmeistari í körfubolta þar sem Ingi var fyrirliði. Ingi var einnig fyrirliði í fyrsta landsleik íslenska landsliðsins sem leikinn var gegn Dönum árið 1959. Ingi kom að stofnun Körfuknattleikssambands Íslands og er hann einn af fáum sem sæmdir hafa verið gullmerki sérsambandsins.

 Eftirlifandi eiginkona Inga er Guðrún Ólafía Guðný Ólafsdóttir en þau eignuðust tvo syni, Ólaf Gunnar og Ástþór. Jarðarför Inga mun fara fram í kyrrþey að hans eigin ósk.

Fréttir
- Auglýsing -