spot_img
HomeBikarkeppniInga Lea var valin besti leikmaður bikarúrslita 10. flokks stúlkna ,,Vorum mjög...

Inga Lea var valin besti leikmaður bikarúrslita 10. flokks stúlkna ,,Vorum mjög mikið að æfa okkur að spila vörn”

Haukar urðu rétt í þessu VÍS bikarmeistarar í 10. flokki stúlkna eftir sigur gegn KR í úrslitaleik í Smáranum.

Hérna er meira um leikinn

Lykilleikmaður leiksins var valin Inga Lea Ingadóttir, en á tæpum 37 mínútum spiluðum í leiknum skilaði hún 26 stigum, 18 fráköstum, 4 stoðsendingum, 2 stolnum boltum og 7 vörðum skotum. Þá var hún einkar skilvirk í leiknum, með 12 fiskaðar villur og 39 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Karfan spjallaði við Ingu Leu eftir leik í Smáranum:

Fréttir
- Auglýsing -