spot_img
HomeFréttirIndíana Sólveig fyrsta konan til að dæma í efstu deild

Indíana Sólveig fyrsta konan til að dæma í efstu deild

17:12

{mosimage}

Í kvöld mun, í fyrsta skipti í íslenskri körfuboltasögu, kona dæma leik í efstu deild kvenna.

Indíana Sólveig Marquez mun dæma leik ÍS og Keflavíkur ásamt Rögnvaldi Hreiðarssyni, og fer leikurinn fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans.  Indíana, sem er 28 ára, kemur af Suðurlandinu og hefur dæmt hátt í 100 leiki á vegum KKÍ síðan hún hóf að dæma haustið 2003, en auk þess dæmdi hún í neðri deildum og yngri flokkum á Spáni í eitt tímabil.

Fréttir
- Auglýsing -