spot_img
HomeFréttirÍG með öruggan sigur í sínum fyrsta leik

ÍG með öruggan sigur í sínum fyrsta leik

 
Liðsmenn ÍG tryggðu sér á síðustu leiktíð sæti í 1. deild karla en þeir gátu ekki tekið sætið í deildinni og leika því áfram í 2. deildinni. Reykdælir komu í heimsókn til Grindavíkur í gær þar sem heimamenn höfðu öruggan sigur 106-63 í sínum fyrsta deildarleik.
 
 
Bergvin Ólafsson gerði 29 stig í liði ÍG en hjá Reykdælum var Hermann Daði Hermannsson með 25 stig.
 
2. deildin er sem sagt farin að rúlla og í ár er keppt í 3 riðlum, A, B og C.
 
Leikir dagsins í 2. deild karla sunnudaginn 11. október:
 
16.00 Kennaraháskólin: Geislinn – Smári V.
14.00 Vogar Vatnsleysuströnd: Félag Litháa – Reynir S. Í VINNSLU
15.00 Stykkishólmur: Mostri – Kkf. Þórir
 
Fréttir
- Auglýsing -