8:00
{mosimage}
ÍG menn voru síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum 2. deildar karla í gær þegar þeir sigruðu Reyni S. 115-93 á heimavelli. Önnur lið sem komin eru í undanúrslit eru Mostri, Brokey og Akranes.
Bergvin Ólafarson var atkvæðamestur í liði ÍG með 30 stig, Haraldur Jóhannesson, Guðmundur Ásgeirsson, Árni Stefán Björnsson og Albert Sævarsson gerðu allir 14 stig. Hjá Reyni fór Sigurður Sigurbjörnsson mikinn með 41 stig, Róbert Ingvason gerði 14, Hlynur Jónsson 9, Hinrik Óskarsson 9 og Helgi Már Guðbjartsson 7.
KKÍ mun á næstu dögum senda út leikdaga í undanúrslitum en sigurvegarar þeirra fara upp í 1. deild og leysa þar af Hött og Laugdæli.
Mynd: Haraldur Jón Jóhannesson