spot_img
HomeFréttirIE-deild kvenna: 3. sæti - Valur

IE-deild kvenna: 3. sæti – Valur

12:45

{mosimage}

Nú er það þriðja sætið. Þar setjum við Valsstúlkur. Eftir 11 ára hlé teflir Valur fram meistaraflokki kvenna aftur, þær skráðu sig til leiks í 1. deildinni en þar sem Breiðablik dró lið sitt úr keppni var öllum liðum í 1. deild boðið sæti í Iceland Express deild kvenna og voru Valsstúlkur þær einu sem þáðu það. Það þýddi reyndar að allir leikmenn ÍS skiptu í Val og ÍS dró lið sitt úr keppni.

Í liði Vals eru engir aukvisar, leikmennirnir hafa gert það gott með ÍS og sumir áður með öðrum liðum. ÍS hefur oft á tíðum verið í toppbaráttu og unnið Íslands og bikartitla í gegnum tíðina. Liðið hefur á að skipa einum besta miðherja landsins auk stúlkna sem hafa verið viðloðandi landsliðið í mörg ár.

Í gærkvöldi vann svo Valur sinn fyrsta titil í sögu kvennakörfuknattleiks hjá félaginu þegar þær urðu Reykjavíkurmeistarar.

Rob Hodgson þjálfari þeirra svaraði spurningum karfan.is

Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?

Hvaða leikmaður kemur á óvart – það gætu allar í liðinu komið á óvart. Allar hafa mikið að sanna og verða að bæta leik sinn á þessu tímabili til að ná árangri 

Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?

Sterkasti leikmaður okkar á þessu tímabili verður Signý Hermannsdóttir. Ég er forvitinn að vita hvernig hún mun standa sig þetta tímabilið. Signý er meira en fjölhæf, hún er alhæf! Vörnin hennar, fráköst, varin skot og skorun skipta miklu máli fyrir okkar lið. 

Er liðið með erlendan leikmann? Ef svo hverja þá og hverslenskir?

Við erum ekki með erlendan leikmann eins og er, en hún kemur. 

Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?

Undirbúningur okkar hefur verið í lagi. Ég er ánægður með með hversu margar stelpur byrjðu að æfa snemma. Ég myndi vilja sjá liðið það metnaðarfullt að það færi í stuttar æfingaferðir á undirbúningstímabilinu, t.d. til Danmerkur. 

Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?

Ég held að við verðum skemmtilegt lið að horfa á. Við erum með skynsama og reynslumikla leikmenn sem eru að auki góðir skotmenn. Við munum leika góða vörn og hleypa upp hraðanum þegar ivð getum. Stelpurnar eru frábærar, hafa mikla orku og það er skemmtilegt að vera í kringum þær. 

Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?

Markmið okkar er að bæta okkur allt tímabilið, komast í úrslitakeppni og eiga möguleika á að gera eitthvað sérstakt og eftirminnilegt. 

Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?

Ég hugsa að Grindavík og Haukar eigi eftir að koma á óvart, kannski Valur, hver veit. 

Hvaða lið vinnur deildina?

Keflavík vinnur deildina. 

Hvernig sérð þú deildina fyrir þér í framtíðinni?

Framtíð Vals í kvennaboltanum er mikil. Hún er eins mikil og stelpurnar vilja sjálfar. Ég vil sjá körfuboltastórveldi í hjarta borgarinnar. Að eignast lið er fyrsta skrefið. 

Ertu sáttur við leikjafyrirkomulagið eins og það er í vetur?

No comment.
Komnar
Allt liðið
 
Leikmannalisti
Signý Hermannsdóttir
Cecelía Steinsen
Stella Rún Kristjánsdóttir
Hafdís Helgadóttir
Þórunn Bjarnadóttir
Lovísa Guðmundsdóttir
Tinna Sigmundsdóttir
Kristjana Magnúsdóttir
Anna Jóna Kjartansdóttir
Freyja Sigurjónsdóttir
Berglind Ingvarsdóttir
Guðrún Baldursdóttir
Helga Þorvaldsdóttir
Hanna Kjartansdóttir
Helga Jónasdóttir
[email protected]
Mynd: www.valur.is
 
Fréttir
- Auglýsing -