18:55
{mosimage}
Þá er komið að öðru sætinu, þar setjum við Íslandsmeistara Hauka.
Mikil breyting hefur orðið á Haukum, besta körfuboltakona Íslands um þessar mundir hefur yfirgefið félagið eftir að hafa fylgt því úr 2. deildinni til margra Íslandsmeistaratitla. Þá er þjálfari liðsins undanfarin ár farinn. Tvær persónur sem hafa átt stóran þátt í velgengi félagsins undanfarin ár og nú verður fróðlegt að sjá hvað gerist án þeirra.
Yngri flokka Hauka hafa meira og minna unnið alla titla sem í boði hafa verið svo efniviðurinn ætti að vera nægur í Hafnarfirðinum.
Yngvi Gunnlaugsson þjálfari liðsins svaraði spurningum karfan.is
Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Vonandi sem flestar af yngri stelpunum
Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Þær eru margar sem verður fróðlegt að fylgjast með, s. s. Ragna Margrét, Unnur Tara og fleiri
Er liðið með erlendan leikmann? Ef svo hverja þá og hverslenskir?
Kiera Hardy Bandaríkin
Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Fínn, en landsliðsverkefni setti strik í reikninginn
Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?
Hraði
Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Toppa á réttum tíma
Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
Grindavík, annað hvort slá þær í gegn eða þá þær verða lakari en áður
Hvaða lið vinnur deildina?
Besta liðið
Hvernig sérð þú deildina fyrir þér í framtíðinni?
Jafnari
Ertu sáttur við leikjafyrirkomulagið eins og það er í vetur?
Já
Komnar
Telma Fjalarsdóttir, Ösp Jóhannsdóttir
Farnar
Helena Sverrisdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Svanhvít Skjaldardóttir, Guðrún Ámundadóttir, Sigrún Ámundadóttir
Leikmannalisti
Telma Fjalarsdóttir
Hanna Hálfdanardóttir
Bára Hálfdanardóttir
Kristrún Sigurjónsdóttir (f)
Sara Pálmadóttir
Kristín Reynisdóttir
Unnur Tara Jónsdóttir
Aldís Erna Pálsdóttir
María Lind Sigurðardóttir
Heiðrún Hödd Jónsdóttir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir
Bryndís Hreinsdóttir
Helena Hólm
Guðbjörg Sverrisdóttir
Ösp Jóhannsdóttir
Mynd: [email protected]