spot_img
HomeFréttirIE deild karla: 4 leikir í gær

IE deild karla: 4 leikir í gær

9:00

{mosimage}

(Brynjar Björnsson skoraði mikilvægar körfur fyrir KR í lok sigurleiks þeirra við Njarðvík)

Fjórir leiki fóru fram í IcelandExpress deild karla í gærkvöldi.

KR sigraði Njarðvík á heimavelli 75-69 eftir æsispennandi leik þar sem rúmlega 600 manns mættu til að horfa á. Lýsingu á leiknum er hægt að lesa á heimasíðu KR http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=16500&ew_0_a_id=245764

Í Borgarnesi sigruðu heimamenn í Skallagrím Grindavíkinga 83-74 og er hægt að lesa um þann leik á heimasíðu Skallagríms http://www.skallagrimur.org/fullfrettir.php?id=24&pgVis=1

Tölfræðin: http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24500806.htm

Í Grafarvogi tóku heimamenn á móti ÍRingum sem léku sinn fyrsta leik eftir að Bárður Eyþórsson hætti með liðið. ÍR ingar sigruðu leikinn 89-79 og er hægt að lesa um leikinn á heimasíðu Fjölnis http://www.fjolnir.is/fjolnir/karfa/undirsida-fretta/?cat_id=34035&ew_0_a_id=245788

Þá tóku Keflvíkingar á móti Hamri/Selfoss og sigruðu nokkuð örugglega 81-63 eftir að hafa verið undir eftir 1. leikhluta. Daninn Thomas Soltau var stigahæstur Keflvíkinga með 21 stig en Tim Ellis skoraði 11 og Gunnar Einarsson 10. Hjá Hamri/Selfossi var Friðrik Hreinsson stigahæstur með 25 stig, hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum, næstu var George Byrd með 15 stig.

Tölfræðin: http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002450/24500802.htm

KR ingar eru efstir í deildinni en Snæfellingar geta náð þeim með sigri á Tindastól í kvöld. Skallagrímsmenn tylltu sér í annað sætið í gær en gætu misst það til Snæfells í kvöld.

[email protected]

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -