11:30
{mosimage}
Nú er það 10. sætið og naumlega sloppið við fall. Þar lenda hinir nýliðarnir í deildinni, Stjarnan, ef spá okkar gengur upp.
Stjörnumenn byrjuðu illa í 1. deildinni í fyrra en eftir að Bragi Magnússon tók við liðinu varð breyting á og liðið vann sér að lokum rétt til að leika í Iceland Expressdeildinni. Stjörnumenn hafa nýtt sumarið vel í að bæta við sig og hafa fengið nokkur kunn andlit til liðs við sig sem hafa verið að gera garðinn frægan hingað og þanað til þessa. Þar má nefna Sævar Haraldsson og Fannar Helgason auk þess sem báðir erlendu leikmenn liðsins hafa leikið á Íslandi áður.
Þá hafa Stjörnumenn enn kjarna sem hefur fylgt liðinu í gegnum súrt og sætt, voru m.a. með liðinu þegar það lék síðast í efstu deild tímabilið 2001-02 eins og tvíburarnir Sigurjón og Guðjón Lárussynir og Eiríkur Sigurðsson ásamt fleirum góðum drengjum.
{mosimage}
Það verður fróðlegt að fylgjast með þessari blöndu Stjörnunnar en þeir hafa staðið sig ágætlega í æfingamótum og unnu t.d. Valsmótið og töpuðu úrslitaleik Reykjanesmótsins fyrir Grindavík.
En hér koma svo spurningar okkar og svör Braga Magnússonar þjálfara Stjörnunnar.
Hvaða leikmaður/menn í þínu liði eiga eftir að koma á óvart í vetur?
Eiríkur Sigurðsson á eftir að koma á óvart í vetur haldist hann heill.
Hvaða íslensku leikmönnum er vert að fylgjast með í þínu liði?
Það er vert að fylgjast með þeim öllum. Hjá Stjörnunni er breiður og góður hópur af leikmönnum sem hver gæti slegið í gegn í vetur og óréttlátt af mér að draga einn fram yfir annan..
Er liðið með erlendan leikmann? Ef svo hverja þá og hverslenskir?
Dimitar Karadzovski frá Makedóníu og Steven Thomas frá Bandaríkjunum.
Hefur undirbúningur liðsins fyrir tímabilið verið ásættanlegur?
Undirbúningur liðsins hefur verið mjög fínn, strákarnir hafa lagt sig mikið fram og mætt vel. Það er mín trú að líðið sé í mjög góðu líkamlegu formi nú þegar tímabilið er að hefjast.
Hvað er einkennandi fyrir leikstíl þíns liðs?
Hraður og ákafur bolti sem vonandi verður gaman að horfa á.
Hvert er markmiðið fyrir tímabilið?
Opinbert markmið liðsins er að ná í úrslitakeppnina. Undirliggjandi markmið er að allir leikmenn öðlist lærdóm, reynslu og leikskilning til þess að byggja á fyrir komandi tímabil.
Hvaða lið á eftir að koma á óvart í vetur?
Við eigum eftir að koma mörgum á óvart og ég trúi því líka að vinir okkar á Akureyri munu hrista upp í nokkrum liðum í vetur.
Hvaða lið vinnur deildina?
Ef við náum ekki að verða sputnik lið aldarinnar og vinna þá trúi ég að Grindavík munu verða sterkir. En það er hægt að segja um 2-3 önnur lið líka. Ég trúi að deildin verði mjög jöfn og skemmtileg þetta árið.
Komnir
Sævar Haraldsson, Fannar Helgason, Sveinn Sveinsson, Dimitar Karadzovski og Steven Thomas
Farnir
Eyjólfur Jónsson, Einir Guðlaugsson, Ottó Þórsson og Hjörleifur Sumarliðason.
Leikmannalisti:
Sævar Haraldsson
Dimitar Karadzovski
Þorvaldur Kristjánsson
Sverrir Ingi Óskarsson
Kjartan Kjartansson
Eiríkur Sigurðsson
Birkir Guðlaugsson
Sveinn Sveinsson
Guðjón Lárusson
Sigurjón Lárusson
Fannar Helgason
Hilmar Geirsson
Steven Thomas
Mynd af Stjörnunni: www.valur.is
Mynd af Sigurjóni Lárussyni: [email protected]