spot_img
HomeFréttirIðnaðarsigur undir 18 ára drengja gegn Noregi í Matosinhos

Iðnaðarsigur undir 18 ára drengja gegn Noregi í Matosinhos

Undir 18 ára lið drengja lagði Noreg í dag í þriðja leik sínum á Evrópumótinu í Matosinhos, 74-79. Fyrir leikinn hafði liðið tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Bretlandi og Austurríki, en ásamt þeim og Noregi eru liðin í riðli með Makedóníu.

Íslenska liðið byrjaði leik dagsins mun betur og leiddi með 7 stigum eftir fyrsta leikhluta, 14-21. Noregur nær þó að halda sér vel inni í leiknum í öðrum leikhlutanum og er munurinn aðeins eitt stig Íslandi í vil þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 34-35.

Ísland nær svo aftur góðum leikhluta í upphafi seinni hálfleiksins, vinna þann þriðja með 8 stigum og eru því 9 yfir fyrir lokaleikhlutann, 52-61. Í fjórða leikhlutanum þarf Ísland að gera allt sem þeir geta til þess að verjast álitlegum áhlaupum Noregs. Næst kemst Noregur einu stigi frá þeim þegar rétt rúm mínúta er til leiksloka, 72-73. Ísland nær þó undir lokin að loka varnarlega og vinna leikinn að lokum með 8 stigum, 74-79.

Atkvæðamestir fyrir Ísland í leiknum voru Þórður Jónsson með 14 stig, 3 stoðsendingar, Birkir Eyþórsson með 16 stig, 7 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson með 9 stig, 4 fráköst, 2 stoðsendingar, Hilmir Arnarson með 7 stig, 6 stoðsendingar og Viktor Lúðvíksson með 10 stig og 8 fráköst.

Næsti leikur Íslands á mótinu er jafnframt lokaleikur þeirra í riðlakeppni mótsins, en hann er gegn Makedóníu miðvikudag 26. júlí kl. 14:30.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Gunnar Jónatans)

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -