spot_img
HomeFréttirIðnaðarsigur Stjörnustúlkna á Hamri

Iðnaðarsigur Stjörnustúlkna á Hamri

 

Stjarnan sigraði Hamar með 80 stigum gegn 76 í síðasta leik liðanna fyrir áramót í Domino´s deild kvenna. Stjarnan, sem fyrir leikinn hafði tapað 5 leikjum í röð, í næstsíðasta sæti deildarinnar með 3 sigurleiki og 9 tapaða. Hamar vermir sem áður neðsta sæti deildarinnar með 1 sigurleik og 10 tapaða.

 

Mikið áhyggjuefni hlýtur að vera fyrir aðdáendur Stjörnunnar að aðeins 11 áhorfendur voru mættir á þennan leik þegar hann hófst. Garðbæingar, sem fyrir þennan leik, höfðu verið að mæta nokkuð vel á leiki í vor til þess að styðja sínar stelpur kannski allir önnum kafnir við jólaverkefnin þessa stundina (Eins er það kannski ekki besta hugmyndin að hafa leikina svona, korter í jól) Viljum hinsvegar nýta tækifærið hér og hvetja þá til þess að mæta og sýna sínu liði stuðning ekki seinna en í fyrsta leik eftir áramót, en sá verður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Snæfells þann 16. janúar.

 

Fyrir leikinn því kannski frekar hallast að því að Stjörnustúlkur færu með þennan sigur af hólmi, en þar sem að þeirra atkvæðamesti leikmaður, Chelsie Schweers, var að ná sér af meiðslum kannski allt eins hægt að gera ráð fyrir að þarna yrði um jafnan og spennandi leik að ræða.

 

Það kom svo á daginn að gestirnir virtust vel halda í við Stjörnuna. Eftir fyrstu 5 mínútur leiksins var staðan 11-7, en um það leyti kemur áðurnefnd Chelsie Schweers inná völlinn í fyrsta skipti í leiknum. Að sögn þjálfara liðsins hafði hún aðeins náð einni æfingu fyrir þennan leik, eftir að hafa síðustu vikur verið að jafna sig á handarbroti. Leikurinn var jafn þennan fyrsta leikhluta, þó Stjarnan virtist vera skrefinu á undan. Leikhlutinn endaði með 5 stiga forystu heimastúlkna, 23-18, þar sem að bæði lið náðu að koma 5 leikmönnum á blað hvað varðar stigaskorun.

 

Annan leikhlutann byrja gestirnir úr Hveragerði á áhlaupi og eru komnar í fyrsta skipti yfir í leiknum í stöðunni 25-26. Leikurinn var svo áfram spennandi allt fram að hálfleik, en þá var Stjarnan komin 1 stigi yfir 37-36.

 

Atkvæðamest fyrir heimamenn í hálfleik var Margrét Kara Sturludóttir, en hún skoraði 8 stig og tók 9 fráköst. Fyrir gestina var það Suriya McGuire sem dróg vagninn með 10 stigum, frákasti, stoðsendingu og stolnum bolta. Suriya var hinsvegar snemma í 2. leikhlutanum komin í villuvandræði (3 villur). Spilaði því aðeins rúmar 11 mínútur í þessum fyrri hálfleik.

 

Eftir leikhlé tókst Stjörnunni svo að slíta sig aðeins frá Hamri. Döðruðu við að stinga þær af í 3. leikhlutanum, en ekkert varð af því. Kláruðu hann hinsvegar með 7 stiga forystu 59-52.

 

Í lokaleikhlutanum náðu þær svo loksins að byggja upp almennilega forystu, mest 12 stig, en voru því næst nálægt því að hleypa Hamri aftur inn í leikinn. Leikurinn andaði með 4 stiga sigri Stjörnunnar 80-76.

 

Maður leiksins var leikmaður Stjörnunnar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, en hún skoraði 17 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á þeim 29 mínútum sem hún spilaði í leiknum.

 

Tölfræði

 

Myndir

 

Umfjöllun, myndir, viðtöl / Davíð Eldur

Fréttir
- Auglýsing -