spot_img
HomeFréttirIcelandair Evrópumeistari

Icelandair Evrópumeistari

IcelandairNú um helgina urðu körfuknattleikslið Icelandair Evrópumeistarar flugfélaga. Fjögurra liða úrslit voru haldin núna um helgina í Varsjá í Póllandi. Liðin fjögur sem léku voru Iberia (Spánn), TAP (Portúgal) og SAS. Lið Icelandair er skipað nokkrum gömlu hetjum úr boltanum hér á landi t.a.m. Jóni Júlíus Árnasyni og fyrrum landsliðsmanni Guðjóni SKúlasyni.

Icelandair byrjuðu á því að sigra Iberia liðið með 90 stigum gegn 82 í hörku leik. Guðjón sýndi í þeim leik gamla takta á vellinum og setti niður nokkra "langa" þrista. Í úrslitaleiknum mættu svo Icelandair liði SAS og fór svo að "okkar menn" sigruðu með 92 stigum gegn 74. Þar með sigruðu þeir Evróputitil flugfélaga sem haldin er af ASCA, (Airlines Sport and Cultural Association) Guðjón Skúlason sagði í samtali við Körfuna að þetta væri hans fyrsti Evrópumeistara titill og að nú loksins væri hann að toppa á sínum ferli, löngu eftir að hann hefði lagt skóna á hilluna frægu.

Í liðinu voru eins og fyrr segir Guðjón Skúlason,Jón Júlíus Árnason svo voru einnig Elentínus Margeirsson, SKúli Sigurðsson, Snorri Jónsson, Páll Georgsson, Ingvar Jónsson, Einar Hannesson, Jóhannes Hauksson og Gauti Sigurðsson. Liðsstjóri liðsins var Þorvaldur Friðrik (Tolli)

Við hér á Karfan.is óskum liðsmönnum Icelandair innilega til hamingju með titilinn.

Fréttir
- Auglýsing -