Í dag hefst áttunda umferðin í Iceland Express deild kvenna og því ekki úr vegi að gera upp sjöundu umferð deildarinnar þar sem boðið var upp á toppslag þegar KR og Keflavík mættust í DHL-Höllinni. Keflvíkingar fóru með nokkuð þægilegan sigur af hólmi og tróna því einar á toppi deildarinnar.
Úrslit sjöundu umferðar:
Snæfell 73-68 Fjölnir
Njarðvík 100-77 Valur
Hamar 70-77 Haukar
KR 70-84 Keflavík
Snæfell 73-68 Fjölnir
Alda Leif Jónsdóttir var stigahæst í liði Snæfells sem vann sinn þriðja heimaleik í röð. Alda gerði 24 stig í leiknum og var með 5 stoðsendingar en Brittney Jones fór á kostum í liði Fjölnis með 37 stig og 8 fráköst.
Njarðvík 100-77 Valur
Njarðvíkingar unnu sinni þriðja deildarleik í röð og jöfnuðu KR í 2.-3. sæti deildarinnar með 10 stig. Valskonur á hinn bóginn töpuðu sínum fimmta deildarleik í röð! Petrúnella Skúladóttir, Lele Hardy og Shanae Baker gerðu 67 af 100 stigum Njarðvíkinga í leiknum, Petrúnella með 22 sem og Hardy en Shanae gerði 23. Hjá Val var Kristrún Sigurjónsdóttir með 17 stig.
Hamar 70-77 Haukar
Hvergerðingar léku án Hannah Tuomi og munar um minna en hún var hvíld sökum smávægilegra meiðsla í hné en verður tilbúin í næsta leik samkvæmt heimildum Karfan.is. Haukar sluppu með tvö stig úr spennuleik þar sem Jence Ann Rhoads var nærri þrennunni með 21 stig, 10 stoðsendingar og 9 fráköst. Samantha Murphy var svo drjúg sem fyrr í liði Hamars með 32 stig og 7 fráköst.
KR 70-84 Keflavík
Sjötti sigurleikur Keflavíkur í röð og annar tapleikur KR í röð. Keflvíkingar léku þéttan varnarleik allar 40 mínúturnar sem reyndist KR um megn. Aðeins byrjunarlið Keflavíkur skoraði í leiknum og þar lét Jaleesa Butler sitt ekki eftir liggja með 27 stig og 14 fráköst og Birna Valgarðsdóttir bætti við 24 stigum og 12 fráköstum. Hjá KR var Erica Prosser með 27 stig.
Tölfræðileiðtogar
Stig
1. |
7 |
228 |
32.57 |
||
2. |
7 |
193 |
27.57 |
||
3. |
7 |
184 |
26.29 |
||
4. |
7 |
165 |
23.57 |
||
5. |
4 |
94 |
23.50 |
||
6. |
7 |
164 |
23.43 |
Stoðsendingar
1. |
7 |
53 |
7.57 |
||
2. |
7 |
49 |
7.00 |
||
3. |
7 |
43 |
6.14 |
||
4. |
7 |
42 |
6.00 |
||
5. |
7 |
42 |
6.00 |
Fráköst
1. |
|