Að loknum fimm umferðum í Iceland Express deild kvenna er það KR sem situr á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Röndóttar unnu öruggan sigur á Valskonum í DHL-Höllinni og þá fann botnlið Hamars sín fyrstu stig í deildinni með góðum sigri á Fjölni.
Úrslit fimmtu umferðar:
KR 79-59 Valur
Haukar 73-89 Keflavík
Njarðvík 90-80 Snæfell
Hamar 87-69 Fjölnir
KR 79-59 Valur
KR hélt Val í fjórum stigum í öðrum leikhluta og lagði þar grunninn að sigrinum. Margrét Kara Sturludóttir átti enn einn stórleikinn með röndóttum á meðan Valskonur töpuðu sínum þriðja deildarleik í röð.
Haukar 73-89 Keflavík
Keflavík vann sinn fjórða deildarleik í röð þar sem hin 16 ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir hélt uppteknum hætti og skoraði 20 stig fyrir Keflvíkinga. Sara hefur vakið verðskuldaða athygli með Keflavík og ljóst að hér fer einn alefnilegasti kvennaleikmaður landsins um þessar mundir. Haukar verða hinsvegar að bíta í skjaldarendur enda þriðja deildartap liðsins í röð á heimavelli.
Njarðvík 90-80 Snæfell
Með sigrinum á Snæfell komst Njarðvík upp í 3. sæti deildarinnar. Hólmarar eru ekki að finna dampinn á útivelli og var þetta þeirra þriðja deildartap í röð á útivelli, fyrsta tapið var reyndar sigur í leik sem síðan var dæmdur af liðinu.
Hamar 87-69 Fjölnir
Loks birti til hjá Hamarskonum, fyrsti deildarsigurinn í höfn. Hannah Tuomi og Samantha Murphy gerðu 60 af 87 stigum Hamars í leiknum. Aðrir leikmenn liðsins eru margir hverjir að láta í fyrsta sinn almennilega að sér kveða í efstu deild og þurfa þeir leikmenn fljótt að finna sín hlutverk til að hjálpa Hamri af botninum. Þá töpuðu Fjölniskonur sínum öðrum deildarleik í röð.
Tölfræðileiðtogar eftir fimm umferðir
Flest stig
1. Brittney Jones – Fjölnir – 30,20
2. Lele Hardy – Njarðvík – 27,80
3. Samantha Murphy – Hamar – 27,20
4. Hannah Tuomi – Hamar – 22,60
5. Jaleesa Butler – Keflavík – 22,20
Stoðsendingar
1. Jence Ann Rhoads – Haukar – 7,60
2. Brittney Jones – Fjölnir – 7,60
3. Shanae Baker – Njarðvík 6,40
4. Hildur Sigurðardóttir – Snæfell – 6,20
5. Melissa Leichlitner – Valur – 5,80
Fráköst
1. Katina Mandylaris – Fjölnir – 15,00
2. Jaleesa Butler – Keflavík – 14,60
3. Hannah Tuomi – Hamar – 14,60
4. Lele Hardy – Njarðvík – 13,60
5. Hope Elam – Haukar – 11,0
Framlag
1. Jaleesa Butler – Keflavík – 34,60
2. Lele Hardy – Njarðvík – 29,80
3. Brittney Jones – Fjölnir – 28,20
4. Hannah Tuomi – Hamar – 27,00
5. Shanae Baker – Njarðvík – 24,80
Stolnir boltar
1. Samantha Murphy – Hamar – 5,60
2. Lele Hardy – Njarðvík – 4,60
3. Brittney Jones – Fjölnir – 4,00
4. Margrét Kara Sturludóttir – KR – 3,80
5. Pálína Gunnlaugsdóttir – Keflavík – 3,80
Varin skot
1. Jaleesa Butler – Keflavík – 3,60
2. Signý Hermannsdóttir – Valur – 2,60
3. Jence Ann Rhoads – Haukar – 1,80
4. Brittney Jones – Fjölnir – 1,60
5. Salbjörg Sævarsdóttir – Njarðvík – 1,20
6. Hrund Jóhannsdóttir – Keflavík – 1,20
Næstu leikir:
9. nóvember (heil umferð kl. 19.15)
Fjölnir-Njarðvík
Valur-Hamar
Haukar-KR
Keflavík-Snæfell