spot_img
HomeFréttirIceland Express deild karla: Uppgjör sjöttu umferðar

Iceland Express deild karla: Uppgjör sjöttu umferðar

Sex umferðum er lokið í Iceland Express deild karla. Grindavík er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar en nýliðar Vals sitja á botninum án stiga. Næsta umferð hefst ekki fyrr en þann 24. nóvember næstkomandi. Sjötta umferðin var fjörug, flautukarfa í Keflavík, Stólarnir fundu sín fyrstu stig, ,,thriller“ í Garðabænum og Njarðvík og Fjölnir unnu sterka sigra á Reykjavíkurrisunum KR og ÍR.
 
Úrslit umferðarinnar:
 
Stjarnan 90-89 Snæfell
Fjölnir 100-96 KR
Tindastóll 89-82 Valur
Grindavík 98-74 Haukar
ÍR 95-99 Njarðvík
Keflavík 93-92 Þór Þorlákshöfn
 
Fimm leikir umferðarinnar gríðarlega jafnir að undanskilinni viðureign Grindavíkur og Hauka. Tveir leikir unnust með eins stigs mun en að jafnaði unnust leikirnir í sjöttu umferð með 6,8 stigum svo einhver naglabönd eru illa nöguð eftir þessa ágætu umferð.
 
 
Stjarnan 90-89 Snæfell
Ekkert var skorað síðustu 1.11 mínútuna! Sveinn Arnar Davíðsson minnkaði muninn í 90-89 með þriggja stiga körfu og þar við sat. Hólmarar áttu síðustu sóknina en þar komst Stjarnan inn í sendingu, hirti stigin sem í boði voru og eru í 2. sæti deildarinnar með 10 stig. Snæfell er hinsvegar í 7. sæti með 6 stig.
 
Fjölnir 100-96 KR
Calvin O´Neal og Nathan Walkup fóru mikinn í liði Fjölnis. Gulir gáfust aldrei upp og nældu í tvö stig, ætli þeir hafi ekki verið yfir í leiknum í c.a. 3 mínútur! Tvöfaldir meistarar KR náðu sér aldrei á flug, nokkrum sinnum áttu þeir fína forystu á Fjölni en stungu aldrei af.
 
Tindastóll 89-92 Valur
Bárður Eyþórsson og liðsmenn búnir að finna sinn fyrsta sigur. Valsmenn létu fyrir sér finna í Síkinu en verða að bíða enn lengur eftir sínum fyrsta deildarsigri.
 
Grindavík 98-74 Haukar
Gulir rifu sig frá gestunum í fjórða leikhluta, sýndu þá klærnar og stungu af. Ívar Ásgrímsson stýrði Haukaliðinu í leiknum en Hafnfirðingar hafa enn ekki tilkynnt eftirmann Péturs Ingvarssonar sem sagði skilið við liðið á dögunum.
 
ÍR 95-99 Njarðvík
ÍR byrjaði 16-0. Njarðvík fór heim með stigin tvö og unnu þarna sterkan útisigur, örugglega gegnt mörgum spámanninum. Njarðvík er í 8. sæti deildarinnar með 6 stig eftir sigurinn og ÍR í 6. sæti með jafn mörg stig en alls eru fimm lið með sex stig í deildinni.
 
Keflavík 93-92 Þór Þorlákshöfn
Charles Parker var hetja Keflvíkinga með flautukörfu sem innsiglaði sigurinn. Við erum að tala um sendingu frá vinstri miðlínu úr innkasti út í hægra horn, yfir alls 9 leikmenn – ljóst að Arnar Freyr Jónsson leikmaður Keflavíkur á stoðsendingu umferðarinnar! Keflavík dvelur í 3.-4. sæti með KR og hafa bæði liðin 8 stig en Þór er í 6 stiga pakkanum með fjórum öðrum liðum.
 
Tölfræðileiðtogar
 
Stig
1. Darrin Govens – Þór Þorlákshöfn – 29,00
2. Nemanja Sovic – ÍR – 25,83
3. David Tairu – KR – 23,17
4. Jimmy Bartolotta – ÍR – 22,60
5. Nathan Walkup – Fjölnir – 22,00
 
Stoðsendingar
1. Marquis Hall – Snæfell – 7,33
2. Justin Shouse – Stjarnan – 6,83
3. Giordan Watson – Grindavík – 6,50
4. Edward Lee Horton Jr. – KR – 5,75
5. Pálmi Freyr Sigurgeirsson – Snæfell – 5,33
 
Fráköst
1. Quincy Hankins-Cole – Snæfell – 13,83
2. Mike Ringgold – Þór Þorlákshöfn – 12,17
3. Jovanni Shuler – Haukar – 11,83
4. Cameron Echols – Njarðvík – 10,67
5. Jarryd Cole – Keflavík – 10,67
6. Nathan Walkup – Fjölnir – 10,50
 
Framlag
1. Darrin Govens – Þór Þorlákshöfn – 27,17
2. Quincy Hankins-Cole – Snæfell – 26,17
3. Nemanja Sovic – ÍR – 25,83
4. Marvin Valdimarsson – Stjarnan – 24,33
5. Jovanni Shuler – Haukar – 23,67

Stolnir boltar
1. Travis Holmes – Njarðvík – 3,17
2. Keith Cothran – Stjarnan – 3,17
3. Charles Parker – Keflavík – 2,83
4. Justin Shouse – Stjarnan – 2,83
5. Jovanni Shuler – Haukar – 2,67
 
Varin skot
1. Christopher Smith – Haukar – 4,33
2. Darnell Hugee – Valur – 2,50
3. Igor Tratnik – Valur – 1,67
4. Jón Ólafur Jónsson – Snæfell – 1,50
5. Trausti Eiríksson – Fjölnir – 1,33
6. Finnur Atli Magnússon – KR – 1,33
 
Næsta umferð, sjöunda umferð í Iceland Express deild karla
 
24. nóvember:
Haukar-Tindastóll
KR-Grindavík
Valur-ÍR
 
25. nóvember
Þór Þorlákshöfn-Fjölnir
Snæfell-Keflavík
Njarðvík-Stjarnan
 
Mynd/ Víkurfréttir – www.vf.is – Charles Parker var hetja Keflavíkur í sjött umferð. 
Fréttir
- Auglýsing -