spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÍA tyllti sér á toppinn

ÍA tyllti sér á toppinn

Skagamenn í ÍA tóku á móti Vestubæingum í KV á Akranesi í kvöld.  ÍA var fyrir leikinn ósigrað á heimavelli á tímabilinu og hafði unnið 8 leiki í röð í deildinni.  Gengi KV á nýju ári hefur hins vega rekki verið jafn gott en liðið hafði aðeins unnið einn af sex leikjum sínum árið 2025.


Vesturbæingar mættu þó af krafti til leiks og komust í 2-8 á fyrstu tveimur mínútum leiksins og leiddu meira og minna út fyrsta leikhluta en ÍA lauk leikhlutanum tveimur stigum yfir. Annar leikhluti var frekar sveiflukenndur, ÍA náði tíu stiga forustu um miðbik leikhlutans en  KV kom til baka undir lokin en heimamenn leiddu þó í hálfleik, 46 – 42.

Þriðji leikhluti einkenndist af mistökum beggja liða og liðin skoruðu lítið í leikhlutanum og á köflum var eins og liðin gætu ekki komið boltanum ofan í hringinn.  Vendipunktur leiksins var svo er Friðrik Anton fékk sína fjórðu villu og Arnór Hermannsson fékk tæknivillu í kjölfarið og gengu Skagamenn á lagið og lönduðu að lokum þægilegum sigri, lokatölur ÍA 88 – KV 73, í á köflum mjög kaflaskiptum leik.

Helstu tölfræðimolar leikmanna ÍA

Kristófer Már Gíslason
20 stig, 5 fráköst, 2 stoðsendingar
Srdan Stojanovic
17 stig, 7 fráköst, 3 stoðsendingar
Kinyon Hodges
16 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar
Victor Baffutto
12 stig, 15 fráköst, 3 stolnir, 3 blokk

Helstu tölfræðimolar leikmanna KV

Friðrik Anton Jónsson
24 stig, 3 fráköst, 6/9 í 3ja stiga

Lars Erik Bragason
20 stig, 6 fráköst

Arnór Hermannsson
18 stig, 4 fráköst, 9 stoðsendingar

Tölfræði leiks


Áhugaverðir punktar úr leiknum

-ÍA vann í kvöld sinn níunda deildarleik í röð
-ÍA eru taplausir á heimavelli á tímabilinu, einnig í 9 leikjum
-ÍA hefur ekki tapað körfuboltaleik árið 2025
-Allir leikmenn KV komu við sögu í leiknum
-ÍA vann alla fjóra leikhluta leiksins   
-Vítanýting beggja liða var góð í kvöld en liðin klikkuðu einungis á tveimur vítaskotum
-ÍA tók sex sóknarfráköstum fleiri í leiknum en skaut þó aðeins tveimur fleiri skotum í leiknum utan af velli
-9 leikmenn ÍA og 8 leikmenn KV skoruðu í leiknum

Umfjöllun / HGH
Myndir / Jónas H. Ottósson

Fréttir
- Auglýsing -