spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÍA heitir á heimavelli

ÍA heitir á heimavelli

Skagamenn í ÍA tóku í kvöld á móti Fjölnismönnum úr Grafarvogi. 

Bæði lið komu með tap úr síðasta leik með sér inn í leik kvöldsins en Skagamenn höfðu það forskot að vera ósigraðir á heimavelli í deildinni þetta tímabilið.


Heimamenn voru staðráðnir í því að halda heimavalla hefðinni og skoruðu fyrstu körfu leiksins og leiddu leikinn allt til loka leiksins.  Strax eftir fimm mínútna leik voru heimamenn komnir 10 stigum yfir og má segja að þeir hafi haldið forustunni í kringum þennan mun, leiddu mest með 16 stigum en í hvert sinn sem Fjölnismenn gerðu áhlaup á ÍA náðu Skagamenn ávallt að svara og lönduðu að lokum 11 stiga sigri, lokatölur 96-85 fyrir ÍA.

Skemmtilegar staðreyndir úr leiknum:
-ÍA vann frákasta baráttuna með miklum yfirburðum, tóku 54 fráköst á móti 37 fráköstum Fjölnis.
-Skagamenn tóku 7 fleiri sóknarfráköst í leiknum en tóku bara 5 fleiri skot í leiknum en Fjölnir.
-Victor Bafutto leikmaður ÍA tók 20 fráköst í leiknum.
-Alston Harris leikmaður Fjölnis gaf 10 stoðsendingar í leiknum.
-Fjölnir komst aldrei yfir í leiknum.
-Fjölnir hitti 22 tveggja stiga skotum í leiknum, þar af hitti Lewis Junior 13 af þeim.
-Leikmenn Fjölnis voru með 39% þriggja stiga skotnýtingu í leiknum en einungis 42% vítanýtingu.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Önnur úrslit kvöldsins


Umfjöllun / HGH
Myndir / Jónas H. Ottósson

Fréttir
- Auglýsing -