Njarðvíkingar höfðu betur gegn Álftanesi í Forsetahöllinni í kvöld í 13. umferð Bónus deildar karla, 75-81.
Eftir leikinn er Njarðvík í 3. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan Álftanes er í 8. til 10. sætinu með 10 stig.

Leikar voru nokkuð jafnir lengi vel framan af og munaði aðeins fjórum stigum á liðunum í hálfleik, 40-36. Seinni hálfleikurinn var öllu kaflaskiptari þar sem fyrst var það Álftanes sem leiddi í þriðja fjórðungnum, mest með níu stigum.
Í þeim fjórða nær Njarðvík að snúa taflinu sér í vil. Undir lokin voru þeir svo sterkari aðilinn, eru lengst af einni til tveimur körfum á undan og vinna að lokum með mestu forystu sinni í leiknum sex stigum, 75-81.

Bestur í liði Njarðvíkur í kvöld var Khalil Shabazz með 32 stig og 7 fráköst. Honum næstur var Dominykas Milka með 23 stig og 10 fráköst.
Fyrir heimamenn var Justin James atkvæðamestur með 26 stig og 6 fráköst. Þá bætti Haukur Helgi Pálsson við 12 stigum og 3 fráköstum.
Myndasafn (Gunnar Jónatans)