spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Í fyrsta skipti síðan 1955

Í fyrsta skipti síðan 1955

Ísland tryggði sig á lokamót EuroBasket í þriðja skiptið á síðustu 10 árum með sigri gegn Tyrklandi í Laugardalshöll.

Áður hafði Ísland farið í tvígang í röð á mótið 2015 og 2017, en vegna breytinga á skipulagi var aðeins búið að halda eina keppni frá 2017, árið 2022.

Hérna eru fréttir af undankeppni EuroBasket

Önnur Norðurlandaþjóð tryggði sig einnig inn á lokamótið í gærkvöldi, Svíþjóð og þá hafði Finnland tryggt farmiða sinn á lokamótið með því að vera ein af þeim þjóðum sem halda keppnina (líkt og 2017)

Þetta mun vera í fyrsta skipti síðan 1955 sem að það eru þrjár Norðurlandaþjóðir á mótinu, en þá voru það Finnland Svíþjóð og Danmörk sem tóku þátt.

Hér fyrir neðan má sjá hversu oft Norðurlandaþjóðir hafa verið á lokamóti EuroBasket

Finnland 17 (síðast 2025)

Svíþjóð 10 (síðast 2025)

Ísland 3 (síðast 2025)

Danmörk 3 (síðast 1955)

Noregur 0 (síðast aldrei)

Fréttir
- Auglýsing -