Haukar tryggðu sér toppsæti Bónus deildar kvenna yfir jól og áramót með sigri gegn Aþenu í Austurbergi í kvöld í 11. umferð deildarinnar, 64-77. Haukar eru í efsta sætinu með 18 stig á meðan Aþena er í 7.-10. sæti deildarinnar með 6 stig.
Leikur kvöldsins var nokkuð jafn og spennandi í upphafi og munaði aðeins stigi á liðunum að fyrsta fjórðung loknum, 16-15. Aþena nær svo að vera á undan vel inn í annan leikhlutann, en um miðbygg hans ná gestirnir úr Hafnarfirði að snúa taflinu sér í vil og eru sex stigum yfir í hálfleik, 28-34.
Haukar ná að halda áfram að bæta við forskot sitt í upphafi seinni hálfleiksins, fara mest 18 stigum yfir í þriðja leikhlutanum, en eru 14 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 39-53. Í honum gera þær svo nóg til að sigla að lokum nokkuð öruggum 13 stiga sigur í höfn, 64-77.
Atkvæðamestar heimakvenna í leiknum voru Dzana Crnac með 21 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og Anna Margrét Lucic Jónsdóttir með 12 stig.
Fyrir Hauka var Lore Devos best í kvöld með 35 stig, 10 fráköst og 6 stolna bolta. Henni næst var Þóra Kristín Jónsdóttir með 20 stig og 10 fráköst.