Hamar tekur á móti Vestra í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi fyrstu deildar karla.
Fyrsta leik seríunnar vann Hamar á heimavelli í Hveragerði áður en Vestri jafnaði einvígið í leik tvö á Ísafirði.
Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki mun fylgja deildarmeisturum Breiðabliks upp í efstu deild á næsta tímabili.
Leikur dagsins
Fyrsta deild karla:
Hamar Vestri – kl. 19:15
Einvígið er jafnt 1-1