spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHvort fer Íslandsmeistaratitill í Keflavík eða Þorlákshöfn? - Úrslitaeinvígið hefst í kvöld

Hvort fer Íslandsmeistaratitill í Keflavík eða Þorlákshöfn? – Úrslitaeinvígið hefst í kvöld

Úrslitaeinvígi Dominos deildar karla fer af stað í kvöld þegar að Keflavík tekur á móti Þór Þ í Blue höllinni.

Keflavík varð deildarmeistari og hefur nú unnið 18 leiki í röð. Síðasti tapleikur liðsins var í tapi liðsins gegn Val þann 12. febrúar síðastliðinn. Það var í 10. umferð deildarkeppninnar. Keflvíkingar hafa sópað báðum einvígum sínum í úrslitakeppninni hingað til, í átta liða úrslitum gegn Tindastól og í undanúrslitum gegn KR.

Þór Þ endaði í öðru sæti deildarinnar og komu á óvart ítrekað í vetur. Flestir höfðu spáð þeim neðarlega í deildinni en hafa algjörlega troðið sokk í alla sem héldu því fram með frammistöðu sinni síðustu mánuði. Í átta liða úrslitum mætti liðið Þór Ak og vann það einvígi 3-1. Í undanúrslitum unnu Hafnarbúar svo Stjörnuna í oddaleik í stórskemmtilegu einvígi.

Liðin hafa í tvígang mæst áður í vetur og hafði Keflavík sigur í bæði skiptin. Fyrri leikinn unnu þeir í Keflavík 115-87 en þann seinni í Þorlákshöfn 88-97.

Nokkur munur er á sögu þessara liða í úrslitaeinvígi en Keflavík er á leið í sitt 15. úrslitaeinvígi í sögunni en Þór Þ er í annað sinn í þessari stöðu.

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari 2021 og rífur þar með sigurgöngu KR sem hafa unnið sex titla í röð og handhafi titilsins í sjö ár. Þór Þ getur unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni en Keflavík getur bætt þeim tíunda í safnið.

Leikur dagsins

Dominos deild karla:

Keflavík – Þór Þ – kl. 20:15

Fréttir
- Auglýsing -