Eftir leiki á hverjum degi síðan liðin mættu þá er hvíldardagur vel verðskuldaður. Stúlkna liðið er búið að vinna 2 leiki og tapa 1 og drengirnir búnir að vinna 1 og tapa 2. Liðin ætla nýta sér daginn í að hvíla sig og njóta afþreyinganna sem Kisakallio hefur upp á að bjóða, hægt er að fara í tennis, frisbígolf eða jafnvel stökkva út í vatnið svo eitthvað sé nefnt.
Á morgun eiga liðin leiki á móti Danmörku en drengirnir eiga leik kl. 11:00 og stúlkurnar kl. 14:00.
Drengjalið Dana er ennþá í leit að sínum fyrsta sigri en stúlknaliðið er búið að vinna tvo leiki.
Þetta eru liðin sem keppa í Kisakallio
Hérna er hægt að horfa á leikina
Norðurlandamót Kisakallio
Leikir morgundagsins
U-16 drengja
Ísland – Danmörk – klukkan 11:00
U-16 stúlkna
Ísland – Danmörk– klukkan 14:00