Thon Maker er nafn sem líkast til fæstir þekkja og ekki nema von því kappinn hefur aldrei spilað í deild þeirra stóru né í háskólaboltanum. Maker þessi er hinsvegar gríðarlega mikið efni og minnir óneitanlega á Kevin Garnett á sínum tíma. Maker þessi kemur frá Ástralíu þar sem hann hefur spilað upp yngri ára feril sinn en upphaflega er hann frá Suður Súdan þar sem hann og fjölskylda hans flúðu borgarastyrjöld og enduðu í Ástralíu.
Samkvæmt gögnum er Maker fæddur 25. febrúar 1997 sem gerir hann 19 ára í dag. En miðlar vestan hafs vilja meina að kappinn sé jafnvel 21 eða 23 ára og í sterkustu deild heims er það himinn og haf að taka leikmann sem er 19 ára eða hinvegar 23 ára. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem þessi efni koma upp en oftast eru það leikmenn sem fæddir eru í Afríku þar sem að aldur þeirra eru stundum bara áætlaður, ef svo má að orði komast.
Þrátt fyrir þessar vangaveltur og hræðslu um aldur drengsins er það hinsvegar spá flestra að Maker þessi muni fara í fyrstu umferð háskólavalsins í ár og þar eru lið eins og Houston Rockets og Boston Celtics efst á blaði. Óneitanlega hefur pilturinn fína takta ef miða má við myndbandið hér að neðan. 213 cm hár með fínt skot og fínt drippl ætti að fleyta honum ansi langt ef ekki í NBA þá eflaust í Evrópu.