Fyrrum NBA leikmaðurinn T.J. Ford varð 37 ára gamall í gær. Á feril sínum lék Ford með San Antonio Spurs, Indiana Pacers, Toronto Raptors, Milwaukee Bucks í NBA deildinni og þá lék hann einnig nokkra leiki með Zagreb í Króatíu á meðan að verkfall leikmanna varði í NBA árið 2011.
Ferill Ford sem slíkur alls ekki slæmur. Var fimm tímabil í röð með yfir 10 stig að meðaltali í leik, hvað mest 2008-09 þegar hann setti 15 stig í leik fyrir Indiana Pacers. Ford verður þó líkast til best minnst fyrir stuttbuxurnar sem hann var í þegar mynd var tekin af honum fyrir hans fyrsta tímabil í deildinni árið 2003, en þær voru óheyrilega stórar.
Þá var Ford einn af virkilega sterkum árgang nýliða, þar sem að meðal annarra LeBron James, Carmelo Anthony, Dwyane Wade og Chris Bosh voru einnig. Samkvæmt Ford sjálfum mun þetta hafa verið liðinu að kenna, sem sendi honum stuttbuxur og búning fyrir 214 cm leikmann, en hann sjálfur er rétt um 180 cm að hæð. Enn frekar sagðist hann hafa mótmælt því að fara í myndatöku í þessum búning, en honum þá tjáð að ekkert annað hafi verið í boði þar sem verið væri að mynda alla nýliða deildarinnar og það yrði að vera á sama tíma.
Til heiðurs Ford á afmælisdaginn í gær setti Yahoo NBA saman nokkra bestu leikmenn dagsins í dag og framkvæmdarstjóra NBA deildarinnar í þessar sömu stuttbuxur og má sjá myndir af því hér fyrir neðan.
LeBron James
Kawhi Leonard
Giannis Antetokounmpo
Adam Silver