Frá og með 1. júlí var liðum í NBA leyft að ræða við þá leikmenn sem eru samningslausir. Hlutirnir hafa gengið hratt fyrir sig og flestir hafa þegar gefið vilyrði sitt til að semja. Lið og leikmenn mega svo frá og með 9. júlí skrifa undir samninga. Þar sem er komin nokkuð góð mynd á það hvernig liðin verða fyrir næsta tímabil er ekki um vegi að fara yfir þær leikmannahreyfingar sem hafa átt sér stað. Allar tölur sem gefnar verða upp eru í Bandaríkjadölum.
Atlanta Hawks
Komnir: Tim Hardaway Jr.
Farnir: Pero Antic og DeMarre Carroll.
Nýliðaval: Walter Tavares, Marcus Eriksson (#50), og Dimitrios Agravanis (#59).
Atlanta lið kom mörgum á óvart á síðsta leiktímabili og unnu 60 leiki. Þeir töpuðu svo fyrir Cleveland í úrslitum austurstrandarinnar. Í því einvígi var DeMarre Carroll með betri mönnum og verður mikill söknuður í honum. En hann fer til Toronto Raptors þar sem hann gerði 4 ára samning og fær fyrir það 60 milljónir. Atlanta hefur verið lið sem er ekki mikið að fara yfir launaþakið og því hafa þeir talið að ekki hafi verið þess virði að reyna halda honum á þessum launum.
Jákvæðu fréttirnar eru þær að liðið endursamdi við Paul Millsap.
Einkunn: B-
Boston Celtics
Komnir: David Lee og Amir Johnson
Farnir: Brandon Bass og Gerald Wallace.
Nýliðaval: Terry Rozier (#16), R.J. Hunter (#28), Jordan Mickey (#33) og Marcus Thornton (#45).
Boston kom öllum á óvart og komst í úrslitakeppnina í fyrra þrátt fyrir að hafa skipt í burtu ,,stærstu“ nöfnunum þeim Jeff Green og Rajon Rondo. Eini leikmaðurinn sem er ekki farinn eftir þessi skipti er Jae Crowder. Hann spilaði mjög vel hjá Celtics og sömdu þeir við hann aftur til fimm ára og fær hann 35 milljónir fyrir það. Ef hann heldur áfram að spila eins og hann gerði hjá Boston og jafnvel bæta sig gæti þetta orðið stuldur hjá Danny Ainge.
Boston samdi einnig við Amir Johnson til tveggja ára og fær hann fyrir það 24 milljónir. Það er svona í því meira fyrir leikmann sem er rulluspilari. Jonas Jerebko fékk einnig tveggja ára samning. 10 milljónir þar. Það sem er kannski mest spennandi við þennan samning fyrir Boston er að seinna árið er bara að hluta til tryggt fram að fyrirfram ákveðinni dagsetningu. Sem þýðir að hægt er að skipta þeim fyrir leikmann/leikmenn og svo kaupir liðið sem tekur við þeim þá undan samning og sparar þannig fé. Þannig gætu þessir samningar bætt lið Boston á næsta ári með því að senda þá í burtu.
Boston tók við David Lee frá meisturum Golden State Warriors og létu í staðinn Gerald Wallace. Gerald Wallace er búinn sem NBA leikmaður og því kláralega styrkist liðið við þessi viðskipti. Þeir sem fylgdust með úrslitaeinvígi Warriors og Cavaliers muna að Lee stóð sig vel þar í þau skipti sem hann spilaði og ætti hann því að eiga eitthvað eftir.
Uppbygging tekur tíma og Ainge verður að vera þolinmóður til þess að klúðra þessu ekki.
Einkunn: A
Brooklyn Nets
Komnir: Steve Blake, Shane Larkin og Thomas Robinson.
Farnir: Mason Plumlee. Darius Morris og Alan Anderson.
Nýliðaval: Rondae Hollis-Jefferson (#23), Chris McCullcough (#29) og Juan Pabllo Vaulet (#39).
Nets eru langt yfir launaþakinu og áttu því erfitt með að fá til sín nýja menn. Þeir byrjuðu á að tryggja sér þjónustu Brook Lopez og Thaddeus Young en þeir voru með liðinu á síðustu leiktíð og rann samningur þeirra út eftir tímbilið. Nets er að tippa á að Brook Lopez haldist heill því að þeir eru að fara borga honum um 20 milljónir á ári næstu þrjú árin. Nets fengu Larkin og Robinson á lágmarkssamningum.
Framtíð Brooklyn Nets er næstu árin er hrikaleg. Næsta ár missa þeir valrétt sinn til Celtics, ´17 mega Celtics skipta við þá á valrétt og ´18 fá Celtics aftur valréttin frá Nets. Joe Johnson á eitt ár eftir af sínum risasamning og Deron Williams sem ekkert hefur getað eftir að hann kom til Nets á tvö ár eftir af sínum risasamning. Það er ekki fyrr en þessir samningar eru útrunnir sem uppbygging getur hafist.
Einkunn: B
Charlotte Hornets
Komnir: Nicolas Batum, Spencer Hawes, Jeremy Lin og Jeremy Lamb.
Farnir: Mo Williams, Lance Stephenson, Noah Vonleh og Gerald Henderson.
Nýliðaval: Frank Kaminsky (#9).
Hvar á maður að byrja? Hornets liðið er að hræra í skítugu vatni. Lance Stephenson kom til þeirra í fyrra eftir glæsilegt tímabil hjá Indiana Pacers. Hann gat ekkert í vetur og var honum skipt til Clippers fyrir Matt Barnes og Spencer Hawes. Matt Barnes var látinn fara til Memphis í öðrum viðskiptum. Hornets höfðu tækifæri á að halda Lance eitt ár í viðbót og slíta svo samningnum en þess í stað eru þeir með Hawes næstu tvö árin. Vonandi fyrir Hornets verður Hawes ekki jafn lélegur hjá þeim eins og hjá Clippers. Liðið fær Nicolas Batum frá Portland í skiptum fyrir nýliða þeirra í fyrra, Noah Vonleh. Vonleh var mikið meiddur í fyrra og spilaði lítið. Hann hefur þó mun meiri framtíð fyrir sér en Batum sem er á hátindi síns ferils. Þessi leikmannaviðskipti skil ég ekki alveg. Liðið virðist vera að reyna komast í úrslitakeppnina þótt það eigi fyrir þeim að liggja að verða slegnir út í fyrstu umferð. Ég hefði talið gáfulegra að reyna byggja upp til framtíðar.
Í nýliðavalinu tóku Hornets Frank Kaminsky. Kaminsky var leikmaður ársins í NCAA. En flestir eru sammála um að hann verður aldrei meira en rulluspilari í NBA, í besta falli góður byrjunarmaður en líklegast aldrei stjarna, hvað þá stórstjarna.
Sagan segir að Danny Ainge hafi boðið pakka með sex framtíðarvalréttum fyrir valrétt númer níu sem Hornets notaði til að velja Frank. Ef satt er, þá er það með því versta sem lið hefur gert í sínum leikmannamálum.
Einkunn: B, en ef sagan um tilboðið frá Ainge er satt þá, D-
Chicago Bulls
Komnir: Enginn
Farnir: Enginn
Nýliðaval: Bobby Portis(#22).
Helstu fréttir eru þær að Bulls samdi við Jimmy Butler til fimm ára og fær hann eins mikið í laun eins og kjarasamningur NBA leyfir. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Bulls. Svo er bara að vona að Rose verði heill á næsta ári. Ef allir verða heilir á næsta ári tel ég að Bulls (ásamt Heat) verði þau lið sem eigi eftir að veita Cavs hvað mesta samkeppni í austurdeildinni.
Bulls hafa fengið nýjan þjálfara, Fred Hoiberg. Hann hefur ekki reynslu af því að þjálfa í NBA en hefur smá reynslu af þjálfun í NCAA.
Einkunn: B
Cleveland Cavaliers
Komnir: Mo Williams.
Farnir: Shawn Marion (hættur).
Nýliðaval: Cedi Osman (#31), Rakeem Christmas (#36) og Sir´Dominic Pointer (#53).
Cleveland átti glæsilegt tímabil. Þeir voru fulltrúar austurdeildarinnar í úrslitum og unnu þar tvo leiki án þess að Kyrie Irving og Kevin Love hafi spilað með þeim. Munar þar um minna. Þeir eru tveir bestu leikmenn liðsins á eftir LeBron James. Það á eftir að semja við LeBron James og Tristan Thompson, en ég tel það aðeins vera formsatriði. Mo Williams kemur aftur til Cavs, en hann átti sín bestu ár með liðinu. Hann er flottur varaleikstjórnandi og gæti jafnvel leyst hlutverk skotbakvarðar tímabundið þar sem hann er góð þriggja stiga skytta.
Cavs samdi við Kevin Love til fimm ára. Sögusagnir voru um að hann færi frá liðinu því hann væri ekki innan undir hjá LeBron James.
Ég reikna með því að Cavs eigi eftir að fá til sín nokkra leikmenn á lágmarkslaunum sem vilja eiga möguleika á að vinna titil. Ég tel næsta öruggt að Cavs fari aftur í úrslit, að því gefnu að ekkert stóráfall gerist.
Einkunn: B+, en á eflaust eftir að enda í A.
Dallas Mavericks
Komnir: Wesly Matthews og Jeremy Evans.
Farnir: Monta Ellis, Rajon Rondo, Tyson Chandler og Al-Farouq Aminu.
Nýliðaval: Justin Anderson (#21) og Satnam Singh (#52).
Dallas náði að telja DeAndre Jordan trú um að fórna launum til að koma og vera ,,maðurinn“ hjá Dallas. Á síðustu stundu snérist honum hins vegar hugur og hann skrifaði undir hjá sínu gamla félagi, Los Angeles Clippers. Einnig fékk liðið til sín Wesley Matthews frá Portland. Það er smá áhætta að fá hann því hann sleit hásin á síðasta tímabili og ekki er vitað hvernig hann verður eftir þau meiðsli. Ég reikna ekki með að Dallas komist í úrslitakeppnina á næsta ári.
Einkunn: A, en sviknir af DeAndre Jordan
Denver Nuggets
Komnir: Enginn.
Farnir: Enginn.
Nýliðaval: Emmanuel Mudiay (#7) og Nicola Radicevic (#57).
Ekki mikið búið að gerast hjá Denver. En þeir gætu orðið sigurvegarar nýliðavalsins því margir sérfræðingar telja að Mudiay gæti orðið einn af bestu leikmönnum þessa árgangs.
Liðið réð til sín Mike Malone sem þjálfara, hann var að gera ágætis hluti hjá Sacramento Kings í fyrra þegar liðið, öllum að óvörum, lét hann fara.
Einkunn B+
Detroit Pistons
Komnir: Aron Baynes, Ersan Ilyasova, Reggie Bullock, Danny Granger og Marcus Morris.
Farnir: Greg Monroe, Caron Butler og Shawne Williams.
Nýliðaval: Stanley Johnson (#8) og Darrum Hilliard (#38).
Stan Van Gundy er byrjaður að taka til. Hann ætlar að spila svipaðan bolta og hann gerði með Orlando. Andre Drummond verður þar í aðalhlutverki. Liðið gerði ekkert til þess að halda í Greg Monroe því að hann og Drummond þóttu of líkir leikmenn og passa illa saman inn á vellinum. Hann fékk Ilyasova til að vera teygjufjarki (e. Stretch Four). Gundy ætlar eflaust að hafa fjóra menn sem geta skotið fyrir utan þriggja stiga línuna og spila svo pick and role með Drummond og Reggie Jackson eða Brandon Jennings.
Liðið fékk til sín Reggie Jackson rétt fyrir lok leikmannagluggans í ár. Hann var samningslaus eftir þetta tímabil en Detroit áttu rétt á að ganga inn í hvaða samning sem hann skrifaði undir. Ekkert var úr því vegna þess að Pistons sömdu við hann til fimm ára og fær hann fyrir það 80 milljónir. Þetta gæti orðið einn af verri samningum deildarinar þegar fram líða stundir því að Reggie Jackson er óreyndur að heita má.
Einnig er þetta furðulegt í ljósi þess að liðið hefur Brandon Jennings sem einnig er leikstjórnandi og var að spila sitt besta tímabil í fyrra þegar hann sleit hásin. Svo virðist vera að Stan the Man ætli að leggja traust sitt á Jackson þegar fram líða stundir.
Einkunn C+
Golden State Warriors
Komnir: Gerald Wallace
Farnir: David Lee
Nýliðaval: Kevin Looney (#30)
Golden State áttu frábært tímabil í fyrra og urðu NBA meistarar nokkuð sannfærandi. Flestir leikmenn liðsins voru með samning nema Draymond Green. Liðið var ekki lengi að semja við hann til fimm ára og fær hann 85 milljónir fyrir. Einnig samdi liðið aftur við Leandro Barbosa, en hann átti gott ,,comeback“ á síðasta tímabili og var mikilvægur leikmaður sem kom af bekknum.
Liðið skipti David Lee í burtu til Boston Celtics og fékk í staðinn Gerald Wallace. Með þessum viðskiptum spara Warriors sér um fimm milljónir. Þegar lúxusskatturinn sem lið borga telur þegar þau fara yfir ákveðna upphæð þá eru fjárhæðirnar mun meiri. Liðið gæti sparar mun meira með því að kaupa Wallace undan samning og dreifa greiðslum á næstu þrjú tímabil. Golden State hefur gefið út að þeir ætli að halda í Wallace.
Golden State verður eitt af þeim liðum sem á eftir að berjast um meistaratiitlinn á næsta tímabili. Flestir leikmenn eru á besta aldri og á hátindi síns ferils. Leikmannahópurinn er nánast sá sami og það er plús.
Einkunn: A
Houston Rockets
Komnir: Enginn.
Farnir: Enginn.
Nýliðaval: Sam Dekker (#18) og Montrexl Harrell (#32)
Ekki mikið um leikmannahreyfingar hjá Rockets. Þeir eru búnir að semja aftur við Patrick Beverley og Corey Brewer. Samningurinn við Beverley er þeim mjög hagkvæmur og gæti orðið einn sá hagkvæmasti eftir tvö til þrjú ár. Svo er spurning hvort þeir taki aftur við Josh Smith en hann spilaði ágætlega fyrir þá á tímabilinu eftir að hafa komið frá Detroit.
Houston áttu að komast nokkuð auðveldlega í úrslitakeppnina og gætu jafnvel farið aftur í úrslit vesturstrandarinnar á næsta tímabili. Þeir eru þó líklegast einum til tveimur góðum leikmönnum frá því að vera raunverulegir kandídatar.
Einkunn: B+
Indiana Pacers
Komnir: Monta Ellis.
Farnir: C.J. Watson, David West, Luis Scola og Roy Hibbert
Nýliðaval: Myles Turner (#11) og Joseph Young (#43)
Larry Bird hefur gefið það út að hann vilji spila hraðari bolta og meira í þá átt sem lið eins og Warriors og Spurs eru að spila. Þess vegna skipti hann Roy Hibbert til Lakers fyrir valrétti í annarri umferð og rétt á leikmönnum sem ekki eru í deildinni. Í raun gaf hann miðherjann nánast frá sér. Hibbert sem áður fyrr var stjörnuleikmaður er með ótrúlegustu mönnum í NBA. Hann er 7-2 (fet) á hæð, samt tekur hann fá fráköst og virðist hafa dalað mikið síðastu tvö ár. David West sagði upp samning sínum við lið og gekk til liðs við San Antonio Spurs á lágmarkssamning. Liðið fékk til sín Monta Ellis og ætti hann að passa ágætlega inn í þá sýn Larry Bird um hvernig hann vill að liðið spili. Myles Turner, nýliðinn þeirra er miðherji sem er ágætur að verja körfuna og getur einnig stigið út fyrir þriggja stiga línuna og sett niður þrista.
Einkunn: B
Los Angeles Clippers
Komnir: Lance Stephenson, Wesley Johnson og Paul Pierce.
Farnir: Spencer Hawes og Matt Barnes.
Nýliðaval: Branden Dawson (#56).
Það er mikið búið að ganga á hjá Clippers. Forráðamenn liðsins bjuggust við að það yrði ekki mikið mál að endursemja við DeAndre Jordan. En svo var ekki, hann gerði munnlegt samkomulag við Dallas Mavericks. Rétt áður en leyfilegt var að skrifa undir samninga komu þær fréttir að DeAndre væri eitthvað efins um vistaskipti sín. Settu þá forráðarmenn Clippers allt í gang. Steve Ballmer eigandi, Doc Rivers þjálfari og yfirmaður leikmannamál ásamt helstu leikmönnum liðsins flugu til fundar við DeAndre Jordan í Houston og vöktuðu hann uns klukkan var 00:01 fyrsta júlí, en þá er leyfilegt að skrifa undir samninga. Samningur var undirritaður á slaginu.
Liðið hafði áður fengið hinn hæfileikaríka, en stundum vandræðapésa, Lance Stephenson frá Hornets fyrir Spencer Hawes og Matt Barnes. Einnig komu Paul Pierce og Wesley Johnson á frjálsri sölu. Þessar hræringar ættu að auka aðeins breidd Clippers. En þá vantar enn sem fyrr alvöru varamann fyrir DeAndre Jordan og Blake Griffin. Clippers gæti verið eitt af þeim liðum sem blanda sér í baráttuna um titilinn á næsta ári.
Einkunn: B+
Los Angeles Lakers
Komnir: Lou Williams, Brandon Bass og Roy Hibbert.
Farnir: Ed Davis og Wesley Johnson.
Nýliðaval: D´Angelo Russell (#2), Larry Nance Jr. (#27) og Anthony Brown (#34).
Lakers komust, annað árið í röð, ekki í úrslitakeppnina og hefur það ekki gerst síðan elstu menn muna. Liðið fær til sín Brandon Bass og Lou Williams. Báðir eru miðlungs leikmenn. Roy Hibbert er fyrrum stjörnuliðsmaður sem má muna sinn fífil fegurri. Lakers vona að hann nái að blómstra í nýju umhverfi. Liðið lét sama og ekkert fyrir hann og á hann aðeins eitt ár eftir af samningum sínum þannig að áhættan hjá Lakers er ekki mikil.
Valið á D´Angelo Russell kom á óvart, flestir sérfræðingar spáðu því að liðið myndi taka Jahlil Okafor. En ég tel að þetta hafi verið rétt ákvörðun, leikur Okafor er ekki í takt við það sem er að gerast í NBA. Julius Randle sem var nýliði á síðasta tímabili kemur inn í liðið eftir fótbrot sem hélt honum frá vellinum allt síðasta tímabil. Þessir tveir eru framtíðin hjá Lakers og ætti liðið að einbeita sér að byggja upp lið til framtíðar. Lakers mun ekki komast í úrslitakeppnina á næsta tímabili þótt að Kobe Bryant verði heill allt tímabilið.
Á næsta ári hefur liðið fullt af plássi undir launaþakinu og mun eflaust leggja hart að Kevin Durant að semja við liðið.
Einkunn: B-
Memphis Grizzlies
Komnir: Matt Barnes og Brandan Wright.
Farnir: Kosta Koufos og Jon Leuer.
Nýliðaval: Jarell Martin (#25) og Andrew Harrison (#44)
Helstu fréttir eru þær að liðið er búið að endursemja við Marc Gasol, en hann var með lausan samning. Samningurinn er til fimm ára og fær Gasol fyrir það 110 milljónir.
Memphis mætir til leiks á næsta tímabili með svipað lið og á síðasta tímabili. Þeir virðast þó aðeins hafa bætt sig. Ef Barnes nær að halda þriggja stiga nýtingu sinni þá ætti það að hjálpa stórlega til því að hittni úr þriggja stiga skotum hefur verið eitt af vandamálum hjá Grizzlies.
Memphis sáu fram á það að geta ekki samið aftur við Kosta Koufos á viðráðanlegu verði og fengu í staðinn Brandan Wright frá Suns á mjög vinalegum samningi.
Memphis mun komast í úrslitakeppnina eins og fyrri ár og eflaust detta út í fyrstu eða annari umferð.
Einkunn: B+
Miami Heat
Komnir: Enginn
Farnir: Enginn
Nýliðaval: Justise Winslow (#10) og Josh Richardson (#40)
Miami fékk Goran Dragic til liðs við sig á miðju tímabili í fyrra. Hann var með lausan samning eftir þetta tímabil og hefur Miami samið við hann aftur til fimm ára og fær hann 90 milljónir fyrir það. Einnig samdi liðið við Wade til eins ár og fær hann 20 milljónir fyrir.
Liðið fékk Justise Winslow í nýliðavalinu, en margir héldu að hann mundi fara mun fyrr. Hann á eflaust eftir að fá að spila slatti á sínu fyrsta ári í deildinni.
Ef allir verða heilir á næsta tímabili og Whiteside heldur áfram að spila eins og hann gerði á síðasta tímabili þá gæti liðið blandað sér í baráttuna um sigur í austurdeildinni. Þeir ásamt Bulls eiga eftir að veita Cavs mesta keppni. Ég tel að önnur lið eigi ekki möguleika.
Einkunn: B+
Milwaukee Bucks
Komnir: Greg Monroe og Greivis Vasquez
Farnir: Jared Dudley og Ersan Ilyasova
Nýliðaval: Rashad Vaughn(#17).
Bucks voru með áhugavert lið í fyrra. Þeir voru með einn besta nýliðan, Jabari Parker, en hann meiddist á miðju tímbili. Liðið fékk til sín Greg Monroe til þess að verða byrjunarmiðherji. Hann er ágætis sóknarmaður og tekur mikið af fráköstum. Hins vegar er hann ekki góður varnarmaður.
Liðið skipti Ilyasova til Pistons og leysti þá Caron Butler og Shawne Williams, sem liðið fékk í staðinn, undan samningi. (e. Waived). Einnig sendi liðið Jared Dudley til Wizards fyrir framtíðarvalrétt í annarri umferð.
Bucks er ungt og efnilegt lið sem ætti að taka framförum undir stjórn Jason Kidd og komast í úrslitakeppnina á næsta tímabili.
Einkunn: A-
Minnesota Timberwolves
Komnir: Nemanja Bjelica
Farnir: Gary Neal
Nýliðaval: Karl-Anthony Towns (#1) og Tyues Jones (#24).
Framtíðin er björt hjá úlfunum. Nýliði ársins í fyrra, Andrew Wiggins hefur alla burði til að verða stórstjarna. Eftir tímabilið fékk liðið fyrsta valrétt í lotteríinu og notaði hann til að velja Karl-Anthony Towns. Towns getur spilað miðherja og kraftframherja. Hann hefur einnig alla burði til að verða stórstjarna. Liðið samdi við Nemanja Bjelica til þriggja ára og fyrir vikið fær hann tæpar tólf milljónir. Bjelica getur spilað báðar framherjastöðurnar. Hann getur bæði skotið þriggja stiga og keyrt að körfunni og búið til færi fyrir aðra. Hann var Euroleague MVP í vetur og gæti orðið áhugaverður leikmaður fyrir Minnesota.
Ricky Rubio var meira og minna meiddur allt síðasta tímabil. Hann er mjög góður í öllum þáttum leiksins, nema hann getur varla hitt úr skoti til að bjarga lífi sínu. Ef hann nær að laga það gæti hann orðið með betri leikstjórnendum í deildinni.
Á miðju tímabili í fyrra fékk liðið til sín goðsögnina Kevin Garnett. Hann spilaði með Wolves frá 1995 til 2007. Hann er að klára sinn feril og gerði tveggja ára samning við félagið. Honum er ætlað að styðja við ungviðin og leiðbeina þeim. Svo er líka svo fallegt að hann endi hjá félaginu sem hann eyddi sínum bestu árum með áður en hann lagðist í víking til að ná sér í titil.
Einkun: A-
New Orleans Pelicans
Komnir: Enginn
Farnir: Enginn
Nýliðaval: Enginn
Um leið og þeir gátu, buðu stjórnendur Pelicans Anthony Davis samning til fimm ára og jafn mikið í laun og kjarasamningurinn leyfir. Davis mun því vera með Pelicans næstu árin og mun liðið byggja upp leik sinn í kringum hann. Á þessum tíma mun hann verða einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Liðið hefur einnig samið við Omer Asik og Alexis Ajinca um að koma aftur.
Nýr þjálfari mætir til leiks, en það er Alvin Gentry sem var arkitektin á bak við sóknina hjá meisturum Golden State Warriors.
Einkunn: A (Einungis fyrir að klúðra ekki Anthony Davis).
New York Knicks
Komnir: Aron Afflalo, Robin Lopez, Kyle O´Quinn og Derrick Williams.
Farnir: Shane Larkin, Jason Smith og Tim Hardaway Jr.
Nýliðaval: Kristaps Porzingis (#4), Jerian Grant (#19) og Willie Hernangomez (#35).
Mér fannst valið á Porzingis frábært. Þar horfir Phil Jackson til framtíðar, því að þessi strákur er ungur og er einn af fáum úr þessum árgangi sem gæti orðið stórstjarna. Svo virðist Jackson reyna að búa til lið sem gæti át