Nú er lokið næstsíðustu umferðinni í Dominosdeild karla spennan enn í algleymingi. Karfan.is er búin að skoða hvað getur gerst á sunnudag þegar lokaumferðin fer fram og í henni eru aðeins tvö lið sem geta ekki endað í öðru sæti en þau eru núna, það eru Grindavík og Stjarnan.
Eins og öllum ætti að vera ljóst varð Grindavík deildarmeistari í kvöld og endar því í 1. sæti
Þór Þ getur endað í 2. eða 3. sæti.
Snæfell 2. eða 3.
Stjarnan 3. eða 4.
Keflavík 5. eða 6.
Njarðvík 5., 6. eða 7.
KR 6. eða 7.
Skallagrímur 8. eða 9.
ÍR 8., 9., 10. eða 11.
Tindastóll 8., 9., 10., 11. eða 12.
Fjölnir 9., 10., 11. eða 12.
KFÍ 10., 11. eða 12.
ÍR, Tindastóll, Fjölnir og KFÍ geta því öll fallið.
En úrslitakeppnin getur litið svona út:
Grindavík – Skallagrímur/ÍR/Tindastóll
Þór Þ./Snæfell – Njarðvík/KR
Þór Þ./Snæfell/Stjarnan - Keflavík/Njarðvík
Stjarnan/Þór Þ – Keflavík/Njarðvík
Það er því betra fyrir fólk að fara að undirbúa sig undir sunnudaginn.