Ómar Örn Sævarsson fyrrum leikmaður Grindavíkur og ÍR og sérfræðingur Bónus Körfuboltakvölds var gestur í Fyrstu fimm á dögunum, en þar velja leikmenn og aðrir sitt draumalið leikmanna sem þeir spiluðu með á ferlinum.
Ómar er að upplagi úr ÍR. Árið 2010 söðlaði hann um og gekk til liðs við Grindavík, en með þeim lék hann allt þar til hann lagði skóna á hilluna 39 ára gamall árið 2021. Með Grindavík varð hann í tvígang Íslandsmeistari. Þá lék hann fjóra landsleiki fyrir Íslands hönd árið 2009.
Hér fyrir neðan má sjá hverja Ómar Örn valdi í sitt lið og þá má hlusta á upptökuna hér á síðunni eða í öllum helstu hlaðvarpsgeymslum.
Fyrstu fimm
Sigurður Gunnar Þorsteinsson
Páll Axel Vilbergsson
Ólafur Ólafsson
Lewis Clinch
Eiríkur Önundarson
Þjálfari: Sverrir Þór Sverrisson
Sjötti maður: Björn Steinar Brynjólfsson
Varamannabekkur: Hreggviður Magnússon, J Nathan Bullock, Brenton Birmingham, Aaron Broussard og Giordan Watson.