Hverja valdi Logi í byrjunarliðið sitt? - Karfan
spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHverja valdi Logi í byrjunarliðið sitt?

Hverja valdi Logi í byrjunarliðið sitt?

Logi Gunnarsson fyrrum leikmaður var gestur í Fyrstu fimm á dögunum, en þar velja leikmenn og aðrir sitt draumalið leikmanna sem þeir spiluðu með á ferlinum.

Logi er Njarðvíkingur að upplagi og eftir að hafa leikið upp yngri flokka félagsins hóf hann að leika með meistaraflokki þeirra 16 ára gamall árið 1997. Í þrigang varð hann svo Íslandsmeistari með félaginu á þessum fyrstu árum sínum í meistaraflokki og var hann valinn besti leikmaður deildarinnar árið 2001.

Árið 2002 hélt hann í atvinnumennskuna á meginlandi Evrópu þar sem hann í yfir 10 ár lék fyrir félög í Finnlandi, Svíþjóð, Frakklandi, Þýskalandi og á Spáni. Árið 2013 kom hann svo aftur heim til Njarðvíkur og lék þar í 10 ár áður en hann lagði skóna á hilluna í fyrra. Meðfram þessum glæsilega feril með félagsliðum lék Logi 147 leiki með landsliði Íslands þar sem liðið fór í tvígang á lokamót EuroBasket.

Hér fyrir neðan má sjá hverja Logi valdi í sitt lið og þá má hlusta á upptökuna hér á síðunni eða í öllum helstu hlaðvarpsgeymslum.

Fyrstu fimm

Elvar Friðriksson
Jón Arnór Stefánsson
Brenton Birmingham
Chuck Eidson
Hlynur Bæringsson


Teitur Örlygsson sjötti maður

Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari




Fréttir
- Auglýsing -