Kjartan Atli Kjartansson fyrrum leikmaður og þjálfari Álftanes í Bónus deild karla var gestur í Fyrstu fimm á dögunum, en þar velja leikmenn og aðrir sitt draumalið leikmanna sem þeir spiluðu með á ferlinum.
Sem leikmaður lagði Kjartan Atli skóna á hilluna árið 2021 eftir áratugalangan feril. Þrátt fyrir að vera upphaflega af Álftanesi, er hann þó líklega af flestum talinn að upplagi úr Stjörnunni, en ásamt þeim lék hann einnig fyrir yngri flokka Hauka.
Á nokkuð sigursælum feril sínum var hann hluti af liði Stjörnunnar sem vann sig upp í efstu deild og gerði sig að því sterka úrvalsdeildarliði sem það hefur verið síðustu áratugi. Ásamt Stjörnunni á hann þó einnig leiki fyrir Breiðablik, FSu, Hauka, Hamar, KV og Álftanes í meistaraflokki ásamt því að hafa á sínum tíma leikið með yngri landsliðum Íslands.
Hér fyrir neðan má sjá hverja Kjartan valdi í sitt lið og þá má hlusta á upptökuna hér á síðunni eða í öllum helstu hlaðvarpsgeymslum.
Fyrstu fimm
Justin Shouse
Birkir Guðlaugsson
Jarrid Frye
Jovan Zadrevski
Kristinn Jónasson
Fyrstu fimm er í boði Kristalls, Tactica, Lykils, Bónus og Lengjunnar.