spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHverja valdi Hlynur í byrjunarliðið sitt?

Hverja valdi Hlynur í byrjunarliðið sitt?

Fyrrum landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson var gestur í Fyrstu fimm hlaðvarpinu á dögunum, en þar velja leikmenn sitt draumalið leikmanna af fyrrum samherjum.

Þrátt fyrir að vera 42 ára gamall er Hlynur að sjálfsögðu ennþá leikmaður í efstu deild, þar sem hann leikur stórt hlutverk með Stjörnunni í Subway deildinni. Ferill hans er þó ansi langur, þar sem hann hefur leikið með meistaraflokki síðan hann var 15 ára gamall.

Hlynur fer yfir víðan völl gífurlega farsæls félags- og landsliðsferils síns og velur sér byrjunarlið leikmanna, sjötta mann og þjálfara. Hér fyrir neðan má sjá hverja Hlynur valdi í lið sitt og hlusta á upptöku þar sem hann gerir grein fyrir valinu á sama tíma og hann fer yfir ferilinn.

Fyrstu fimm

Ægir Þór Steinarsson

Jakob Sigurðarson

Sigurður Þorvaldsson

Pavel Ermolinski

Tryggvi Hlinason

Sjötti maður

Ágúst Angantýsson

Þjálfari

Tómas Holton

Listen on Apple Podcasts

Fréttir
- Auglýsing -