Fyrrum landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson var gestur í Fyrstu fimm hlaðvarpinu á dögunum, en þar velja leikmenn sitt draumalið leikmanna af fyrrum samherjum.
Þrátt fyrir að vera 42 ára gamall er Hlynur að sjálfsögðu ennþá leikmaður í efstu deild, þar sem hann leikur stórt hlutverk með Stjörnunni í Subway deildinni. Ferill hans er þó ansi langur, þar sem hann hefur leikið með meistaraflokki síðan hann var 15 ára gamall.
Hlynur fer yfir víðan völl gífurlega farsæls félags- og landsliðsferils síns og velur sér byrjunarlið leikmanna, sjötta mann og þjálfara. Hér fyrir neðan má sjá hverja Hlynur valdi í lið sitt og hlusta á upptöku þar sem hann gerir grein fyrir valinu á sama tíma og hann fer yfir ferilinn.
Fyrstu fimm
Ægir Þór Steinarsson
Jakob Sigurðarson
Sigurður Þorvaldsson
Pavel Ermolinski
Tryggvi Hlinason
Sjötti maður
Ágúst Angantýsson
Þjálfari
Tómas Holton